Honum tókst það rétt fyrir áramót.
U 18 ára landslið karla í 4 sæti á victors cup í Þýskalandi.
Böðvar Páll og Bjarki Snær spiluðu með U 18 ára landsliði karla á Victors Cup í þýskalandi. Ísland mætti Sviss í leik um 3 sætið og töpuðu naumt 22 – 20 og endaði ísland í 4 sæti. Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Böðvari Páli og Bjarka Snæ til hamingju með þennan góða árangur, flottir strákar hér á ferð. Áfram Afturelding.
Eydís Embla Lúðvíksdóttir markvörður á landsliðsæfingum U 16
Eydís Embla Lúðvíksdóttir markvörður í 4 flokki kvenna er búinn að vera á landsliðsæfingum með u 16 þessa daga og var síðasta æfingin haldin í dag. Sannarlega glæsilegur fulltrúi aftureldingar hér á ferð og gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.
Gleðileg Jól
Handknattleiksdeild Aftureldingar sendir iðkendum og fjölskyldum þeirra, þjálfurum og Mosfellingum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með þökkum fyrir liðið íþróttaár
Bjarki Snær og Böðvar Páll halda til Þýskalands annan í jólum með landsliði U -18
Bjarki Snær Jónsson markvörður og Böðvar Páll Ásgeirsson skytta keppa með landsliði U -18 á Victor´s Cup í Saar héraði í Þýskalandi Liðið fer annan í jólum og leika í riðli með Sviss, Úrvalsliði Saar héraðs og Póllandi. Leikjaplan Íslands er eftirfarandi: Þriðjudagur 27.desemberSaar – Ísland kl.17.10 Miðvikudagur 28.desemberÍsland – Pólland kl.10.40Ísland – Sviss kl.15.20 Fimmtudagur 29.desemberLeikið um sæti Handknattleiksdeild …
Gleðileg jól!
Aðalstjórn Aftureldingar sendir iðkendum og fjölskyldum þeirra, þjálfurum og stjórnum deilda sem og Mosfellingum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með þökkum fyrir liðið íþróttaár.
Nýr framkvæmdastjóri
Jóhann Már Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Aftureldingar og hefur tekið til starfa.
Liverpool skólinn 2012
Afturelding kynnir: Knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi árið 2012 Haldin verða tvö námskeið á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Hið fyrra verður dagana 7.-9. júní (fimmtudagur til laugardags) og hið síðara 10.-12. júní (sunnudagur til þriðjudags). Knattspyrnuskóli Liverpool er fyrir fótboltastráka- og stelpur á aldrinum 6-14 ára (7 .- 4. flokkur) Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim og leggur mikla áherslu á þjálfun …
Séræfingar hjá Guðnýju Björk
Landsliðskonan Guðný Björk Óðinsdóttir sem hefur verið gestaþjálfari hjá 7.og 6.flokki kvenna í knattspyrnu undanfarið ásamt því að stýra séræfingum fyrir eldri stúlkur verður með séræfingar núna í jólafríinu fyrir 3.-5.flokk kvenna eða stelpur fæddar 2001 til 1996. Æft verður inni í sal 1 að Varmá.
Deildarbikarinn í knattspyrnu 2012
KSÍ hefur tilkynnt um riðlaskiptingu í Deildarbikarnum eða Lengjubikarnum eins og hann er einnig nefndur fyrir vorið 2012.