Bjarki Snær Jónsson markvörður hefur verið valin í hóp U 18 ára landslið karla sem mun leika í undankeppni EM í Tyrklandi helgina 13.-15. Apríl. Leikið verður í Antalya. Ísland er þar í riðli ásamt Englandi, Moldavíu og Tyrklandi og kemst eitt lið áfram í lokakeppnina sem leikin verður í Hollandi í sumar. Leikir liðsins Föstudagur 13.apríl Ísland – England …
Telma Rut er bikarmeistari kvenna í karate 2011-2012
Laugardaginn 31. mars fór fram þriðja og síðusta bikarmót í karate. Á laugardagskvöldinu var svo uppskeruhátið þar sem bikarmeistarar vetrarins voru krýndir, þeir einstaklingar sem eru stigahæstir eftir 3 mót hljóta titilinn þar sem stig úr kumitekeppni og katakeppni eru lögð saman.
Risabingó á hvíta riddaranum 4.apríl.
Aftureldingarbingó til styrktar meistaraflokki kvenna í handbolta verður haldið á Hvíta Riddaranum 4.apríl kl 20:31
Glæsilegir vinnar í boði.
Breyttur afgreiðslutími á skrifstofu félagsins.
Afgreiðslutími skrifstofu Aftureldingar breytist frá og með þriðjudeginum 10. apríl 2012. Skrifstofa Aftureldingar mun frá þeim degi verða opin frá klukkan 13-16 , virka daga.
Svarað verður í síma á afgreiðslutíma skrifstofunnar.
Nýr formaður Ungmennafélagsins Aftureldingar
Guðjón Helgason kjörinn formaður félagsins á aðalfundi 29. mars.
Lára Kristín á skotskónum með U19 landsliðinu
Lára Kristín Pedersen skoraði mark Íslands sem gerði 1-1 jafntefli við Holland í undankeppni EM
Enn sigra strákarnir
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu byrjar tímabilið með stæl og vinnur sinn fjórða leik í röð í Lengjubikarnum
Aftureldingarball á Hvíta riddaranum á laugardag
Fjöldi tónlistarmanna kemur fram og heldur uppi stuðinu, óvæntir gestir og stemming !
Lagabreytingar og siðareglur samþykktar á aðalfundi
Á aðalfundi Aftureldingar 29. mars 2012 voru tillögur að lagabreytingum sem lágu fyrir fundinum samþykktar. Einnig voru samþykktar endurskoðaðar siðareglur og reglugerð um siðanefnd félagsins.
N1 deild karla í handbolta
Afturelding fær Gróttu í heimsókn á morgun föstudag 30.mars kl 19:30.
Hvet alla til að mæta á leikinn og styðja strákana okkar.
Áfram Afturelding