Dagur tvö

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Á þessum öðrum degi mótsins var keppt í skák, bridds, blaki og frjálsum íþróttum svo eitthvað sé nefnt. Keppnin var víða æsispennandi svo sem í briddsinu. Mikil tilþrif voru sýnd jafnt í keppni sem og í sýningargreinum. Varmársvæðið iðaði af lífi allan liðlangan daginn og voru gestir á öllum aldri, frá ungabörnum til öldunga. Sjálfboðaliðar stóðu sínar vaktir af stakri prýði, elduðu mat, seldu veitingar, leiðbeindu, dæmdu, mældu og aðstoðuðu á ýmsan hátt.  Sá auður sem felst í félagsfólki sem alltaf er tilbúið að taka þátt þegar eftir er kallað verður seint ofmetinn. Sunnudagurinn er síðasti keppnisdagur og verða fjölmargar greinar á dagská þann dag. Mótsslit verða klukkan 16.