Byrjendanámskeið barna á vorönn 2012

Ungmennafélagið Afturelding

Byrjendanámskeið á vorönn fyrir börn, 6 ára og eldri hófst í byrjun febrúar. Þjálfari er Telma Rut Frímannsdóttir og kennt er tvisvar í viku: á mánudögum frá kl. 16.15 – 17.15 og á föstudögum frá kl. 15.15 – 16.00. Hægt er að mæta frítt í prufutíma í febrúar!

6. fl kvenna vann sína deild um helgina

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Íslandsmót 6 flokks kvenna eldra ár fór fram helgina 3 – 5 febúar  í Safamýrinni.  Stelpurnar stóðu sig frábærlega vel og unnu deildina sína og spila því í 2.deild á næsta móti. Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn. Áfram Afturelding.

Stóðu sig vel á byrjendamóti í fimleikum

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Framtíðarkeppnishópurinn O-10 tók þátt í sínu fyrsta byrjendamóti á Selfossi á dögunum. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og fengu verðlaun fyrir að standa sig vel í dansi með einkunnina 6,8.