Grímur merktar Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Óflokkað

Við höfum sett í sölu þriggja laga, fjölnota grímur með merki Aftureldingar. Nú er lag að styrkja Aftureldingu og taka þátt í að berja veiruna niður. Fyrsta upplagið nemur einungis 100 stk. sem verður tilbúið á mánudaginn. Verði mikill áhugi pöntum við meira. Ath. sérstakar grímur ætlaðar börnum eru í hönnun. https://afturelding.is/fjaroflun/voruflokkar/fjaroflun/  

Jako netverslun

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Verslunin Jako að Smiðjuvegi 74 hefur verið lokað tímabundið vegna Covid faraldursins. Áfram verður þó hægt að panta hér í netverslun eða í síma 566-7310

Allt íþróttastarf Aftureldingar lagt af til og með 19. október nk.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Allt íþróttastarf Aftureldingar fellur niður frá og með deginum í dag 8. október til og með 19. október nk. Í ljósi nýrra tíðinda frá stjórnvöldum sem bárust okkur nú í dag verður allt íþróttastarf sett í hlé til og með 19. október nk. Hlé verður gert á allri starfsemi frá deginum í dag og því verða engar æfingar á vegum …

Covid19 hertar aðgerðir í íþróttastarfi – Uppfærð frétt

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

7. okt. 2020 – Uppfært.  Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi í dag, 7. október. Um íþróttastarfsemi segir: Heimilt: Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og tómstundir barna sem eru fædd 2005 og síðar er  heimil. Íþróttir utandyra: Íþróttir utandyra eru öllum heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 …

Íslandsmeistarar í karate

Karatedeild Aftureldingar Karate

Þórður Jökull Henrysson og Oddný Þórarinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í kata en mótið var haldið sunnudaginn 4. október 2020. Þórður vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fullorðinsflokki og vann m.a. margfaldan Íslandsmeistarann Elías Snorrason úr Karatefélagi Reykjavíkur í undanúrslitum og í úrslitaviðureigninni vann hann landsliðsmanninn efnilega Tómas Pálmar Tómasson úr Breiðabliki. Oddný kom sá og sigraði í unglingaflokki 16-17 ára og vann …

Frá Almannavörnum !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Tilkynning frá almannavörnum sem gilda til 5.október. Til þess að halda okkar starfi gangandi þá viljum við ekki að foreldrar séu að fylgja börnum sínum inn í íþróttahúsið. Allir krakkar frá 5.flokk og eldri ættu að geta komið sjálf inn og út úr salnum okkar. 1. og 2.bekkur ætti líka að geta bjargað sér sjálf en oftast koma þau inn …

Góður árangur á Íslandsmóti unglinga

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Íslandsmót unglinga sem átti að fara fram í mars sl. var haldið helgina 25-27. okt í Mosfellsbæ. Badmintondeild Aftureldingar sótti um að halda mótið þetta árið þar sem aðstaðan að Varmá er orðin hin glæsilegasta með nýju gólfi og ljósum. Vegna sóttvarnareglna voru engir áhorfendur leyfðir og mótinu skipt upp í 2 hópa þar sem u11, U13 og U15 spiluðu …

Vel­ina Apostolova í viðtali á mbl.is

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Blak

Flott viðtal við Velina Apostolova sem  æfir blak með Aftureldingu. Hún segir: „Ég æfi blak með Aft­ur­eld­ingu og kem úr mik­illi blak­fjöl­skyldu þannig að íþrótt­ir og heilsa hafa ávallt verið stór part­ur af lífi mínu.“ Einnig seg­ir hún blak vera allra meina bót. Viðtalið í heild má finna hér.

Afturelding – Selfoss á fimmtudaginn kl. 19:30

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Þá er komið að öðrum heimaleik vetrarins Fimmtudaginn 24. september taka okkar menn í Aftureldingu á móti Selfossi í Olísdeild karla í handbolta. Strákarnir hafa farið vel af stað og eru í 3 sæti deildarinnar með 3 stig eftir 2 umferðir. Sökum nýrra Covid reglugerðar frá HSÍ þurfa allir að kaupa miða í gegnum Stubb appið til þess að lágmarka …

COVID19 – Forráðamenn – Uppfært 22.9.2020

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Íþróttahúsið að Varmá er stórt hús þar sem margir koma að, iðkendur, þjálfara, forráðamenn og aðrir. Vegna fjöda Covid19 tilfella undanfarna daga viljum við biðja forráðamenn að reyna að komast hjá því að fara inn í íþróttahúsið eins og kostur er. Deildirnar hafa unnið vel að því að sækja iðkendur og skila þeim fram í anddyri að æfingum loknum. Uppfært …