Badmintondeild Aftureldingar sendi 2 lið til leiks í Deildakeppni Badmintonsambands Íslands 2022. Keppnin í ár var óvenju hörð þar sem mjög öflugir spilarar voru að taka þátt í öllum deildum. Keppt var í úrvalsdeild, 1.deild og 2.deild. Í 1 og 2.deild var hver viðureign 8 leikir samtals en keppt var í 2x einliðaleik kk, 1x einliðaleik kvk. 2x tvíliðaleik kk, …
Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ
Tekið af vef Mosfellsbæjar ‘Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann. Öll ungmenni á aldrinum 16-20 ára, (f. 2002, 2003, 2004 og 2005) með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn. Markmið …
Flottur árangur hjá fimleikunum !!
Í gær, laugardaginn 26. febrúar fóru tvö lið frá okkur á Bikarmót yngri flokka. Mótið var haldið á vegum Fjölnis í Dalhúsum. Bæði liðin okkar stóðu sig virkilega vel og náðu mikið af sínum persónulegu markmiðum. Úrslitin voru 8. sætið fyrir 2. flokkinn okkar og 1. sætið fyrir drengina okkar en þeir keppa í flokki sem heitir KKE. Drengirnir eru …
Veðurviðvörun
Góðan daginn, Nú á að ganga yfir veður viðvörun þegar fyrstu æfingar dagsins eru í gangi. Þjálfarar taka á móti krökkunum sem koma með frístundarútunni, en við biðjum foreldra að koma inn og sækja börnin eftir æfingar. Ekki láta þau hlaupa ein yfir klakann sem myndast fyrir utan húsið. Athugið, við fellum ekki niður æfingar vegna veðurs, en við biðjum …
Íþróttaskóli barnanna
Nánari upplýsingar: ithrottaskolinn@gmail.com facebook: íþróttaskóli Barnanna Afturelding
Allar æfingar eftir kl. 16:30 falla niður í dag vegna veðurs
Spáð er vonskuveðri seinni partinn í dag og hafa almannavarnir lýst yfir óvissustigi frá kl. 17. Af þeim sökum falla niður æfingar í dag sem áttu að hefjast kl. 16:30 og síðar. Við viljum biðja forráðamenn um að sækja þau börn sem eru inn í íþróttahúsinu ef kostur er.
Loksins fengum við að keppa !
Það er skemmtilegt að segja frá því að fyrsta mótið á vegum FSÍ var haldið um helgina eftir mjög langa bið vegna Covid. Tvö elstu liðin okkar fóru á Akranes að keppa á GK mótinu. Bæði liðin stóðu sig einstaklega vel og sigruðu fjölda markmiða sem þau settu sér. Úrslit: Strákarnir enduðu í 1. sæti á mótinu með einkunina 39.160. …
Hlaupanámskeið Aftureldingar – kynningarfundur
Kynningarfundur um hlaupanámskeið Aftureldingar verður haldinn í Vallarhúsinu að Varmá fimmtudaginn 3 febrúar kl 19.30. Hægt er að mæta á staðinn á meðan húsrúm og sóttvarnarreglur leyfa – en honum verður einnig streymt. Allir velkomnir – FUNDARBOÐ Hér er hægt að finna allar frekari upplýsingar um námskeiðið Skráning fer fram á Sportabler.










