Stjórn Liverpoolskólans á Íslandi heldur í vonina um að hægt verði að taka á móti þjálfurum frá Liverpool í ágústmánuði. Stjórnin er í miklum samskiptum við Liverpool þessa dagana með það að markmiðið að vera með Liverpoolskóla á Íslandi í fyrri hluta ágúst í ár. Það sem mestu skiptir akkúrat núna er hvort þjálfarar Liverpool verði fullbólusettir á þeim tíma …
Álafosshlaupið 100 ára
Álafosshlaupið fer að venju fram þann 12. júní í Mosfellsbæ, ræst verður kl 10.00. Boðið verður upp á 10 km og 5 km hlaup sem eru að mestu á malarstígum um holt og hæðir í Mosfellsbæ. Hlaupið er eftir merktum leiðum, en samt óvenjulegum, göngustígum og malarvegum. Á brattann er að sækja fyrri helming en síðan er farinn malarvegur eða …
Thelma Dögg með 5 viðurkenningar á uppskeruhátíð BLí
Ársþing Blaksambands Íslands var haldið laugardaginn 5.júní og á þinginu voru veittar viðurkenningar og valið í lið ársins. Blakdeild Aftureldingar átti 3 fulltrúa í liði ársins í Mizunodeild kvenna: Uppspilarann; Luz Medina, kantsmassarann Maríu Rún Karlsdóttur og díó spilarann Thelmu Dögg Grétarsdóttur. Auk þess fékk Thelma Dögg viðurkenningur fyrir að vera; Stigahæst í sókn, stigahæst í uppgjöfum og stigahæst samtals. …
Þórður Íslandsmeistari 🏆👊🥋
Íslandsmeistaramót fullorðinna í karate var haldið laugardaginn 29. maí 2021 sl. Karatedeild Aftureldingar var með tvo keppendur á mótinu, þau Oddnýju og Þórð en þau kepptu bæði í einstaklingskata fullorðinna. Úrslit mótsins má nálgast hér og frétt MBL um mótið má lesa hér. Þórður Jökull Íslandsmeistari karla annað árið í röð Þórður Jökull keppti til úrslita eins og í fyrra á …
AFTURELDING ÍSLANDSMEISTARAR KVENNA Í BLAKI
Stelpurnar okkar spiluðu hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn við HK í dag. Fyrsta leikinn tóku HK stúlkur nokkuð örugglega og gátu með sigri að Varmá s.l. þriðjudag hampað titlinum en vinna þurfti 2 leiki. Aftureldingarstúlkur voru ekki til í það og sigruðu annan leikinn mjög örugglega og tryggðu sér oddaleik sem þær mættu í eins og sá sem valdið hafði og …
Stelpurnar okkar spiluðu frábæralega í kvöld – Hreinn úrslitaleikur á laugardaginn
Stelpurnar okkar voru með bakið upp við vegg og urðu að vinna annan leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í kvöld. Þær töpuðu fyrri leiknum en vinna þarf tvo leiki til að hampa þeim stóra. Það var ljóst frá byrjun að þær ætluðu ekki að leyfa HK að hampa bikarnum á okkar heimavelli og unnu sannfærandi sigur 3-1 þar sem …
Íslandsmeistaramót barna
Íslandsmeistaramót barna í kata 6-11 ára var haldið sunnudaginn 16. maí 2021 í Smáranum í Kópavogi. Karatedeild Aftureldingar var með sex keppendur á mótinu auk eins hópkataliðs. Tvö ár hafa liðið frá síðasta móti fyrir þennan aldurshóp og því voru sumir mjög óöruggir auk þess sem aðrir voru að keppa í fyrsta sinn. Því var það mikill sigur að taka …
Oddný Íslandsmeistari 🏆👊🥋
Íslandsmeistaramót unglinga 12-17 ára var haldið laugardaginn 15. maí 2021 í Smáranum í Kópavogi. Karatedeild Aftureldingar var með tvo keppendur á mótinu, þau Oddnýju og Gunnar en þau kepptu bæði í elsta flokkinum, 16-17 ára. Úrslit mótsins má nálgast hér. Oddný Íslandsmeistari 16-17 ára stúlkna Oddný vann 16-17 ára flokkinn nokkuð örugglega annað árið í röð. Hún lýkur því keppni …
Afturelding er komin í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í blaki
Stelpurnar okkar tóku á móti KA að Varmá í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið kæmist í úrslitaleikina á móti HK sem hafði unnið Þrótt Nes 2-0 í undanúrslitunum. Okkar stelpur komu mjög ákveðnar til leiks og sýndu það að þær ætluðu í úrlitakeppnina og unnu mjög sannfærandi sigur 3-1. Stigahæst var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 24 stig og María …
Svarta beltið
Þann 9. maí 2021 var loksins hægt að halda gráðun fyrir svartbeltara – ári á eftir áætlun. Gráðunin er ekki endanleg en staðfesta þarf hana hjá sensei Steven Morris þegar ferðalög án takmarkana verða möguleg. Þrír tóku gráðuna nidan (2. dan), tveir staðfestu gráðuna shodan (1. dan) og einn fékk fyrsta svarta beltið – shodan ho. Á myndinni má sjá …