Þann 9. maí 2021 var loksins hægt að halda gráðun fyrir svartbeltara – ári á eftir áætlun. Gráðunin er ekki endanleg en staðfesta þarf hana hjá sensei Steven Morris þegar ferðalög án takmarkana verða möguleg. Þrír tóku gráðuna nidan (2. dan), tveir staðfestu gráðuna shodan (1. dan) og einn fékk fyrsta svarta beltið – shodan ho. Á myndinni má sjá …
Framtíðarhópur landsliða
Æfingardagur framtíðarhóps landsliða fór fram laugardaginn 8. maí. 41 þátttakendur frá 9 liðum tókum þátt í deginum. Afturelding átti þar einn þátttakanda, Ásdísi Gunnarasdóttur. Þátttakendur fóru á tvo fyrirlestra. Fyrri fyrirlesturinn var um næringu og sá seinni um allskynns landsliðsmál. Þegar því var lokið fóru þau á 5 km sundæfingu í Laugardalslaug, eftir það var svo farið í keilu. Veitt …
Síðasti leikur í Grill66 deildinni
Stelpurnar í Aftureldingu taka á móti Víking stelpum í sínum síðasta handboltaleik vetrarins, þá kveðja þær Grill66 deildina heima að Varmá. En þær hafa unnið sér sæti í Olís deildinni í haust. Leikurinn fer fram föstudaginn 7. maí kl 19.30. Miðasala fer fram á Stubb. Leikurinn verður einnig sýndur á YouTube rás Aftureldingar: AftureldingTV.
Fyrsti leikur í Lengjudeild kvk
Stelpurnar spila sinn fyrsta leik sumarsins í Lengjudeildinni í kvöld. Þær taka á móti nýliðum deildarinnar Grindavík á okkar heimavelli, Fagverksvelli. Leikurinn hefst kl. 19.15 Miðasala fer eingöngu fram í Stubb – sem er miðasöluapp sem við hvetjum allt íþróttaáhugafólk að sækja sér. Við hvetjum alla til að kíkja á völlinn í kvöld Áfram Afturelding
Afturelding með sigur í háspennuleik að Varmá
Stelpurnar okkar tóku á móti KA í fyrsta leiknum í undanúrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki að Varmá í kvöld í rúmlega tveggja klukkustunda leik. Afturelding vann örugglega fyrstu hrinuna en tapaði næstu tveimur mjög illa. Þær snéru leiknum við í 4.hrinu og náðu sér í oddahrinu. Hún byrjaði ekki vel og komust KA stúlkur í 9-3. Aftureldingarstúlkurnar sýndu þvílíka baráttu og …
Eva Dís framlengir við Aftureldingu
Gleðilegar fréttir fyrir Aftureldingu. Markvörðurinn Eva Dís Sigurðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Aftureldingar. Eva Dís, sem er 20 ára er uppalin í Mosfellsbæ og hefur spilað með Aftureldingu upp alla yngri flokka. Hún hefur einnig spilað fyrir yngri landsliðin og var nú vetur valin í æfingahóp A landsliðsins. Eva er mikilvægur hlekkur í skemmtilegu liði Aftureldingar …
Fyrsti leikur í undanúrslitunum um Íslandmeistaratitilinn
Stelpurnar spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á morgun, þriðjudaginn 4.maí. Þar sem þær urðu í öðru sæti í deildarkeppninni í Mizunodeildinni þá fóru þær beint í undnaúrslitin. Þær mæta liði KA sem lagði lið Þróttar Reykjavíkur í tveimur leikjum í síðustu viku.Leikurinn hefst kl 19:00 að Varmá og næsti leikur er á laugardaginn á Akureyri kl einnig …
Svartbeltispróf
Laugardaginn 1.maí fór fram svartbeltispróf á vegum Taekwondosamband Íslands, yfirdómari var Helgi Rafn Guðmundsson 4.dan. Það voru nítján iðkendur frá fjórum félögum sem tóku prófið þar af níu frá Aftureldingu. Forprófið var skipt upp í bóklegan og verklegan hluta þar sem voru þrek og hraðapróf. Í lokaprófinu var meðal annars prófað í formum, tækni, sjálfsvörn, bardaga og brotum. Við erum …
KALEO nýr styrktaraðili mfl. karla í knattspyrnu
Mosfellska hljómsveitin KALEO mun næstu tvö árin vera með aðalauglýsinguna framan á búningum meistaraflokks karla hjá Aftureldingu. Afturelding mun í sumar leika í Lengjudeildinni í knattspyrnu og merki KALEO mun vera framan á treyjum liðsins. Um er að ræða sögulegan samning þar sem ekki er vitað til að heimsfræg hljómsveit hafi áður auglýst framan á búningum félags á Íslandi. KALEO …
Aðalfundur Aftureldingar
Aðalfundur Aftureldingar var haldinn í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í gær, 29 apríl 2021. Hafsteinn Pálsson var fundarstjóri og Kristrún Kristjánsdóttir framkvæmdarstjóri Aftureldingar var ritari. Auk hefðbundinna fundarstarfa kynntu Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Birna Kristín formaður Aftureldingar skýrslu sem Efla vann í samstarfi við bæinn og íþróttafélagið um framtíðarsýn íþróttasvæðisins. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að þjónustu- og aðkomubygging er …