Æfingar hefjast mánudaginn 31. ágúst

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Nú er æfingataflan fyrir komandi tímabil klár. Æfingar hefjast samkvæmt henni mánudaginn 31. ágúst. Skráning er hafin inn Mínum síðum hjá Mosfellsbæ, http://afturelding.felog.is/  

Krílatímar

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Athugið !! Breyttir tímar hjá Krílahópum 2-3 ára og 4-5 ára ! Vegna skipulaggningar á salarmálum hjá okkur þurftum við að gefa út að þessir hópar væru eftir hádegi sem verður ekki þannig í vetur. Villan mun koma þannig fram í Mosfellingi en það fór í prentun áður en breytingarnar áttu sér stað. Við höfum fundið lausn á þessu og …

Úthlutun sjóða – Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu og Afrekssjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er seinni úthlutun af tveimur, en sú fyrri fór fram í janúar á þessu ári.   Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til …

Sundæfingar hefjast að nýju

Sunddeild Aftureldingar Sund

Nú er sumarfríinu að ljúka og skóla- og tómstundastarfið hefst á nýjan leik. Sundæfingar hjá höfrungum, brons-, silfur- og gullhópunum byrja aftur samkvæmt stundatöflu (sjá tímatöflu) þann 31. ágúst. Sundskólinn, sem ætlaður er leikskólabörnum fæddum 2015 og 2016, verður á þriðjudögum þessa önn. Skólanum verður skipt upp í tvo hópa: byrjendur, sem mæta kl. 17 og framhaldshóp, kl. 17:30. Námskeiðin …

Fullorðins fimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Vegna covid hefur fimleikadeildinn ákveðið að bíða með fullorðins fimleika í vetur.Það verða þá engir fullorðins fimleikar eins og staðan er í dag.Við ætlum svo að koma sterk inn með þessi námskeið þegar hlutirnir hafa róast.

Weetosmótinu aflýst 2020

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Kæru iðkendur, forráðamenn og þjálfarar, það hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa mótinu í ár í ljósi þess hvernig staðan er í samfélaginu. Við sýnum samfélagslega ábyrgð í verki og komum til með að taka vel á móti ykkur 2021 Við hlýðum Víði – Áfram Ísland

Karate er að byrja aftur! 👊🥋

Karatedeild Aftureldingar Karate

Æfingar hjá karatedeild Aftureldingar hefjast fimmtudaginn 3. september 2020 Framhaldshópar og fullorðnir byrja 3. september Framhaldsiðkendur færast sumir á milli flokka Hanskar fylgja í upphafi haustannar Byrjendur byrja 9. september 2020 Allir nýjir iðkendur eru velkomnir og hægt er að prófa í tvær vikur án skuldbindingar (4 æfingar) Allir fá karategalla (gi) þegar búið er að greiða æfingagjöld Sjá tímatöflu hér. …

Badmintondeild Aftureldingar leitar eftir þjálfara fyrir yngsta hópinn

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Badmintondeild Aftureldingar auglýsir stöðu þjálfara fyrir U9 hóp, lausa til umsóknar. Við leitum að metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn að vinna með 6-8 ára krökkum og kenna undirstöðuatriði í badminton. Um er að ræða 1 klst á fimmtudögum frá kl 17:00 – 18:00 og 1 klst á sunnudögum frá 10:30 – 11:30 Skilyrði er að þjálfari hafi reynslu af íþróttinni, …