Afturelding tók á móti þreföldum meisturum KA í átta liða úrslitunum í Kjörísbikar kvenna í kvöld. Lvar að þetta yrði hörkuleikur því þessi lið hafa verið með þó nokkra yfirburði í deildinni í vetur. Aftureldingarstelpurnar voru mjög öflugar og voru þær María Rún Karlsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir stigahæstar í leiknum og í liði Aftureldingar. Stelpurnar unnu leikinn 3-0 og …
STÓR -leikur í 8 liða úrslitum Kjörísbikars kvenna.
Afturelding tekur á móti Íslands-deildar og bikarmeisturum KA í 8 liða úrslitum Kjöríssbikars kvenna á morgun, miðvikudag, kl 19:30 Nú þurfa ALLIR að mæta og styðja stelpurnar áfram í bikarnum. KA er efst í deildinni og Afturelding fylgir fast á eftir og hafa þessi 2 lið borið höfuð og herðar yfir önnur lið á Íslandsmótinu í vetur. Koma svo – …
Afturelding auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri starfar í umboði aðalstjórnar og ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins. Starfið felur í sér samstarf við félagsmenn, styrktaraðila, starfsfólk Mosfellsbæjar, annarra íþróttafélaga og hagsmunasamtaka þeirra. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga sem hefur áhuga á íþróttastarfi og er tilbúinn að taka virkan þátt í starfsemi og þróun félagsins. Starfssvið Ábyrgð …
Evrópumeistaramót 2020 – U21, junior og cadet
Landslið Íslands í karate tók þátt í Evrópumeistaramóti ungmenna í karate sem haldið var í Ungverjalandi 7.-9. febrúar 2020. Alls tóku 7 íslenskir keppendur þátt og voru þau Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu valin til þátttöku. Hver þjóð má senda einn keppanda til þátttöku í hverjum flokki og því er það frábær árangur hjá unga keppnisfólkinu okkar …
Íþróttafjör í vetrarfríinu
Fimleikadeild Aftureldingar mun bjóða upp á íþróttafjör í vetrarfríinu fyrir öll börn í 1. til 5. bekkur (6-11 ára) Dagsetningar: Mánudaginn 2. mars kl. 9:00-12:00 Þriðjudaginn 3. mars kl. 9:00-12:00 Verð er 2900 kr. hver dagur Báðir dagarnir á 5.500 krónur Einnig er hægt að kaupa gæslu frá 8:00-9:00 og 12:00 til 13:00 og greiðist þá aukalega 950 krónur á …
Aðalfundur Aftureldingar 2020
Aðalfundur Aftureldingar fer fram í Hlégarði, fimmtudaginn 16. apríl. Fundurinn hefst kl. 18.00 og verður boðið upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. Dagskrá aðalfundar 2020 Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Ársskýrsla formanns Ársreikningur 2019 Fjárhagsáætlun aðalstjórnar 2020 Lagabreytingar Heiðursviðurkenningar Kosningar: Kosning formanns Kosning tveggja stjórnarmanna og eins varamanns Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga aðalstjórnar Kosning eins skoðunarmanns reikninga deilda …
Aðalfundur Karatedeildar Aftureldingar
Aðalfundur Karatedeildar Aftureldingar fer fram 5. mars næstkomandi kl. 18.30. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf 1. Fundarsetning 2.Kosning fundarstjóra og fundarritara 3 skýrsla stjórnar 4 Reikningar ársins 2019 5 Kosning Formanns 6 Kosning stjóarmanna 7 Tillögur sem borist hafa til stjórnar 8 önnur mál Okkur vantar 2 hressa og jákvæða aðila til að starfa með …
Tvö Gull og eitt Silfur á ÍA móti
Um helgina tóku 11 iðkenndur frá Aftureldingu þátt á sterku móti upp á Akranesi. Mótið er hluti af mótaröð badmintonsambandins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins. Spilað var í U11, U13, U15, U17 og U19 í einliða, tvíliða og tvenda. Við áttum spilara í U11, U13 og U15 að þessu sinni og var spilað á laugardegi og sunnudegi frá morgni …
Fyrsta Grand Prix mótið 2020
Grand Prix mótaröðin hófst nú um helgina, en hún er bikarmótaröð ungmenna 12-18 ára. Alls voru 136 þátttakendur skráðir til keppni og var karatedeildin með 7 iðkendur skráða, sumir í bæði kata og kumite. Af þeim sem kepptu komust fjórir í verðlaunasæti: Sverrir Björgvinsson, kata 12 ára – 1. sæti Dóra Þórarinsdóttir, kata 13 ára – 1. sæti Oddný Þórarinsdóttir, …
Eyþór lánaður heim
Sóknarmaðurinn Eyþór Aron Wöhler er kominn aftur í Aftureldingu. Hann kemur á láni frá ÍA. Eyþór er uppalinn í Aftureldingu, en hann gekk í raðir ÍA á síðasta ári. Hann hefur enn ekki spilað keppnisleik fyrir ÍA í meistaraflokki. Eyþór, sem er fæddur árið 2002, á landsleiki í U16, U17 og U18 landsliðum Íslands. „Við fögnum því að fá Eyþór …