Álafosshlaup 2020

Ungmennafélagið AftureldingFrjálsar

Álfosshlaupið verður haldið þann föstudaginn 12. júní í  Mosfellsbæ og hefst kl. 18:00. Hlaupið verður frá Varmárvelli um austursvæði Mosfellsbæjar. Mosfellbær býður öllum þátttakendum í sund í Varmárlaug að hlaupi loknu. Skráning fer fram á www.hlaup.is Vegalengd Boðið verður upp á 2 vegalengdir, uþb 5 km og uþb 10 km. Tímataka er með flögutímatöku. Hlaupaleiðin Hlaupið er eftir merktum leiðum, …

Beltapróf

Beltapróf

TaekwondoTaekwondo

Föstudaginn 29. maí fór fram sameiginlegt beltapróf hjá Taekwondodeildum Aftureldingar, Fram og ÍR. Það voru 24 iðkendur frá Aftureldingu sem tóku prófið að þessu sinni. Þessi önn var erfið vegna óviðráðanlegra afleiðinga af Covid, en iðkendur og þjálfarar reyndu að láta hlutina ganga eins og hægt var með heimaæfingum. Með beltaprófi þá er önninni formlega lokið og vilja þjálfarar og …

Lokaæfing badmintondeildar

Badmintondeild AftureldingarBadminton

Miðvikudaginn 27. maí hélt badmintondeildin lokaæfingu með krökkunum og var stillt upp í innanfélagsmót sem endaði með pizzaveislu. Frábær endir á annars skrítnu tímabili.

Aðalfundur Aftureldingar 9. júní – Ath. breytt dagsetning!!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Við viljum vekja athygli á nýjum fundartíma fyrir aðalfund Aftureldingar en hann fer fram í Hlégarði, þriðjudaginn 9. júní en upprunaleg dagsetning var 2. júní. Fundurinn hefst kl. 18.00 og verður boðið upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. Dagskrá aðalfundar 2020: Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Ársskýrsla formanns Ársreikningur 2019 Fjárhagsáætlun aðalstjórnar 2020 Lagabreytingar (sjá tillögur neðar) Heiðursviðurkenningar …

Hreyfivika UMFÍ

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Afturelding vill vekja athygli á Hreyfivikunni sem stendur yfir núna. Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu. #minhreyfing. Börn eiga að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur daglega og fullorðnir í 30 mínútur. Við hvetjum alla káta …

Hreyfivika

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Nú stendur yfir alþjóðlega hreyfivikan. Fimleikadeildin ætlar að bjóða öllum áhugasömum að prófa fimleikaæfingar. Það verða opnar æfingar í næstu viku. • 2-3 ára: Sunnudagurinn 7. júní klukkan 11:00-11:50 • 4-5 ára: Sunnudagurinn 7. júní klukkan 12:00-12:50 • 5-6 ára: Sunnudagurinn 7. júní klukkan 13:00-13:50 • 6-7 ára (1. bekkur, grunnhópur): Miðvikudagur 3. júní klukkan 14:00-15:00 og 15:00-16:00. • 7-8 …

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Aftureldingar 28.5.2020 – Ath. breytt dagsetning!!

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 28. maí næstkomandi kl. 19.30 í Hlégarði í stað 19. maí eins og áður hefur komið fram. Dagskrá samkvæmt reglum Aftureldingar: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar, sem staðfestir …

Afturelding með 3 fulltrúa í liði ársins

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Þegar Blaksamband Íslands aflýsti allri keppni í vor vegna COVID-19 átti einungis eftir að spila lokaumferðina í Mizunodeildum karla og kvenna. Undanfarnar vikur hafa liðin í deildinni verið að kjósa í lið ársins og er komið að því að tilkynna um valið. Mizunodeild kvenna – lið ársins 2019-2020 er þannig skipað og á Afturelding 3 fulltrúa þar. Kantar: María Rún …