Ísak Snær lánaður til Fleetwood

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Þau gleðitíðindi bárust í gær að Mosfellingurinn Ísak Snær Þorvaldsson fer á láni til Fleetwood í ensku C-deildina frá Norwich. Fleetwood er í 11. sæti í ensku C-deildinni en knattspyrnustjóri félagsins er Joey Barton. Hinn 18 ára gamli Ísak Snær hefur vakið mikla athygli með U23 ára liði Norwich og Fleetwood óskaði eftir að fá hann á láni í kjölfarið. …

Einn Íslandsmeistaratitill á MÍ 15-22 ára

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram í íþróttahöllinni í Kaplakrika helgina 25.-26. Janúar s.l. Afturelding átti 7 keppendur á mótinu sem komu heim með 6 verðlaun. 1 gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og 2 brons sem er frábær árangur hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki. Þau sem komust á verðlaunapall eru: Arna Rut Arnarsdóttir, íslandsmeistari í kúluvarpi stúlkna …

Anna Bára í Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hefur samið við miðjumanninn Önnu Báru Másdóttur sem gengur til liðs við félagið frá ÍR. Anna Bára er miðjumaður á besta aldri og því mikill fengur fyrir liðið. Anna Bára var á dögunum kjörin knattspyrnukona ÍR fyrir árið 2019, þá hefur Anna Bára leikið 107 meistaraflokksleiki og skorað í þeim tvö mörk. Afturelding er í óða önn að styrkja hópinn …

Reykjavíkurmeistarar – Reykjavik International Games (RIG)

Karatedeild AftureldingarKarate

Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) voru haldnir dagana 23. janúar – 2. febrúar 2020. Þetta er í þrettánda sinn sem leikarnir voru haldnir og áttunda sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 26. janúar 2020. Keppendur voru 108 talsins frá 15 félögum, þar á meðal voru 9 erlendir keppendur frá Skotlandi, Englandi, Hollandi, Þýskalandi …

Happdrætti þorrablóts Aftureldingar 2020

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Þrír fyrstu vinningarnir voru dregnir út á þorrablótinu. Fyrsti vinningur var afhentur á þorrablóti, aðra vinninga má nálgast á skrifstofu Aftureldingar frá  27. janúar til 7. febrúar, gegn framvísun vinningsnúmers. Vinningsnúmer Vinningar 1 Icelandair – Gjafabréf kr. 100.000 2997 2 Fh. Reykjavík Helicopter ehf. Reykjavík City tour fyrir 2 1276 3 Hótel Glymur gisting fyrir tvo með morgunverði og kvöldmat …

Umsóknarfrestur í Minningarsjóð til 20. febrúar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Afturelding heldur utan um Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrk til keppnisferða eða þjálfunarferða. Tekið er við umsóknum í sjóðinn allt árið. Úthlutað er úr sjóðnum í mars og október á ári hverju. Nú líður að fyrri úthlutun ársins 2020 og …

Úrslit í jólahappdrætti meistaraflokks kvenna

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Dregið var í jólahappdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta í desember s.l. Alls voru 57 vinningar í happdrættinu í ár og margir hverjir mjög glæsilegir. Hægt er að vitja vinninga hjá Vínilparket í Desjamýri 8 alla virka daga milli 8-17 eða með því að hafa samband í síma 896-9605. Sækja þarf vinninga fyrir 15.2.2020 Meistaraflokkur kvenna vill koma á framfæri þökkum …

Norðurlandamót 2020

TaekwondoTaekwondo

Laugardaginn 18.janúar 2020 fór fram Norðurlandamót í Taekwondo í Osló, Noregi. Það voru 26 keppendur frá Íslandi á mótinu þar af 11 frá Aftureldingu. Þetta var stórt mót þar sem 350 keppendur voru skráðir í keppni í Kyrorugi (bardaga) og 317 í Poomsae (formum). Keppendur frá Aftureldingu stóðu sig mjög vel og komu heim með eitt gull, fimm silfur og …