Í gær fundaði HSÍ með ÍSÍ og öðrum sérsamböndum eins og hafði verið ákveðið á fundi sambandanna á mánudag með almannavörnum. Í dag er enn óbreytt staða frá yfirvöldum þ.e. að ekki er um að ræða samkomubann. HSÍ mun almennt fara eftir þeim tilmælum og munu allir leikir fara fram skv. leikjadagskrá þar til annað verður tilkynnt. Hins vegar hefur …
Fyrirhugað fimleika-mótahaldi frestað
Bikarmót sem átti að fara fram í Aftureldingu um næstu helgi hefur verið frestað. Fimleikaæfingar verða í boði.
Þjálfarar Aftureldingar útskrifast með Master Coach gráðuna
Laugardaginn 29. febrúar útskrifuðust 23 þjálfarar með Master Coach gráðuna. Þjálfarar Aftureldingar í meistaraflokki, Einar Andri Einarsson og Guðmundur Helgi Pálsson voru þeirra á meðal. Námið þeirra hófst í byrjun árs 2019 og var námið unnið í samvinnu við HR og EHF en Master Coach gráðan er æðsta gráða í alþjóðlegum handbolta. Var þetta í fyrsta skiptið sem boðið var upp á …
Ályktun formannafundar Aftureldingar vegna COVID-19
Formannafundur Aftureldingar fór fram í kvöld, 10. mars 2020. Á fundinum var umræða um þá stöðu sem komin er upp vegna COVID-19 kórónuveirunnar. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: Afturelding fylgir tilmælum frá ÍSÍ og sérsambanda þegar kemur að mótahaldi og þátttöku í mótum. Í tilefni af útbreiðslu af COVID-19 hefur Afturelding ákveðið að hætta við þátttöku í mótum sem …
Aðalfundur Hjóladeildar Aftureldingar
Aðalfundur hjóladeild Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 19:30 í húsakynnum Höfðakaffi, Vagnhöfða 11 Rvk. D A G S K R Á Venjuleg aðalfundarstörf 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar ársins 2019 5. Kosning formanns 6. Kosning stjórnarmanna 7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar 8. Önnur mál Hlökkum til að …
Skemmtikvöld meistaraflokks kvenna í handbolta. – FRESTAÐ
því miður þarf að fresta skemmtikvöldinu vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Við hlökkum mikið til að hitta alla seinna. Meistarflokkur kvenna í handbolta heldur kemmtikvöld þann 14. mars. – Miðaverð 6.900kr. – Björgunarsveitahúsið við Völuteig – Miðapantanir: alda@murefni.is
Badmintondeild Aftureldingar með silfur í Deildakeppni BSÍ 2020
Núna um síðustu helgi fór fram Deildakeppni Badmintonsambands Íslands en það var TBR sem hýsti viðburðinn. Um er að ræða Íslandsmeistarakeppni félagsliða í badminton. Afturelding stillti upp tveimur sameiginlegum liðum með Hamri í Hveragerði. Annað liðið tók þátt í A-deild keppninnar en hitt liðið tók þátt í B-deild. Bæði lið stóðu sig með ágætum en B-liðið endaði í 4. sæti …
FINAL 4 UM HELGINA – AFTURELDING MEÐ BÆÐI LIÐIN SÍN ÞAR
Um komandi helgi fer fram FINAL 4 helgin í Digranesi. Afturelding er með bæði karla-og kvennliðin sín þar. Vonandi sjáum við sem flesta í Aftureldingarbolunum sínum á pöllunum styðjandi okkar lið áfram. Stelpurnar spila við Þrótt R á föstudaginn kl 17:30 Strákarnir spila við Þrótt Nes á laugardaginn kl 15:30 ♥ ÁFRMA AFTURELDING- ALLA LEIÐ ♥
Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Aftureldingar
Kæru foreldrar og forráðamenn, Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 17. mars í Vallarhúsinu við Varmá kl. 20:00. Á fundinum verða fundarstörf þessi: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram reikninga deildarinnar til samþykktar. 5. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar. 6. Kosningar: a) …
Knattspyrnudeild Aftureldingar semur við uppalda leikmenn
Það eru mikil gleðitíðindi úr herbúðum Aftureldingar þessa dagana en knattspyrnudeild samdi við átta uppalda leikmenn í vikunni. Gylfi Hólm Erlendsson (2002), Elmar Kári Enesson Cogic (2002), Aron Daði Ásbjörnsson (2002), Óliver Beck Bjarkason (2001), Guðjón Breki Guðmundsson (2001), Ólafur Már Einarsson (2001), Daníel Darri Gunnarsson (2001) og Patrekur Orri Guðjónsson (2002) Allir þessir leikmenn eru lykilmenn í 2.flokki og …