Helgina 27.-28. október síðastliðinn fór fram Íslandsmót 4. og 5. flokks í blaki á Neskaupstað. Á mótinu var Afturelding með eitt kvennalið í 4. flokki og tvö blönduð lið í 5. flokki. Þessi frábæri hópur stóð sig afar vel bæði utan vallar sem innan og lenti 4. flokkur í 4. sæti og 5. flokkur lenti í 5. og 7. sæti. …
Norður-Evrópumót í blaki
Afturelding átti fimm fulltrúa í U19 landsliði Íslands sem tók þátt í móti Northern European Volleyball Zonal Association (NEVZA). Það verður haldið í Kettering á Englandi dagana 28.-30.október. Aðrar þjóðir sem þar taka þátt eru Danmörk, Noregur, England, Svíþjóð og Færeyjar. Það eru bæði kvenna- og karlalið sem fara til leiks. Þeir sem fara frá Aftureldingu eru: Kristín Fríða Sigurborgardóttir, …
Daníela, Valdís Unnur og Sigvaldi valin í U-17ára landslið Íslands
Daníela Grétarsdóttir, Valdís Unnur Einarsdóttir og Sigvaldi Örn Óskarsson úr Blakdeild Aftureldingar hafa verið valin í U-17 landslið Íslands í blaki. Liðin taka nú þátt í NEVZA U17 sem er Norðurlandamót 2018, sem haldið er í Ikast í Danmörku. Mótið hófst í dag mánudag og stendur til föstudags. Afturelding óskar þeim til hamingju með landsliðssætin og óskar þeim góðs gengis …
Komdu í blak – frítt að æfa í 6.-7. flokki til áramóta
Blakdeild Aftureldingar býður alla velkomna í blak. Fríar æfingar eru fyrir krakka í 1.-4. bekk til áramóta. Hópinn þjálfar Aleksandra Agata Knasiak. Hún hefur spilað blak frá því hún var barn, í HK og Aftureldingu og þjálfaði blak krakka í HK. Hún er að læra íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík. Í dag spilar hún með Úrvalsdeildarliði Aftureldingar og hefur tekið þátt …
BLAK æfingabúðir
Blakdeild Aftureldingar hefur um árabil haldið úti æfingabúðum fyrir þátttakendur í 1-6 deild Íslandsmótsins og eru nýliðar einnig velkomnir. Þjálfara í búðunum eru þjálfarar úrvalsdeilda liða félagsins en á komandi leiktíð eru það: Piotr Poskrobko sem er nýr þjálfari á Íslandi og mun þja úrvalsdeildarlið kvenna. Hann hefur þjálfað í efstu deild Super liga í Póllandi ásamt því að spila …
Blakæfingar yngri flokka hefjast 29. ágúst – frítt að prófa til 15. sept
Æfingar yngri flokka hjá Blakdeild Aftureldingar hefjast samkvæmt æfingatöflu 29. ágúst. Frítt að koma og prófa til 15. september. 2., 3., 4. og 5. flokkur æfa að Varmá en 6.-7. flokkur æfa í Lágafelli. Piotr Kempisty þjálfar áfram hjá deildinni eins og undanfarin ár. Í vetur sér hann um þjálfun meistaraflokks karla, 2. flokks karla og 4. og 5. flokks. …
Sigdís lék sinn fyrsta landsleik
Sigdís Lind Sigurðardóttir lék sinn fyrsta A-landsleik með kvennalandsliði Íslands í blaki sem tapaði fyrir Belgíu ytra í vikunni. Sigdís hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin ár og fékk verðskuldað tækifæri með landsliðinu gegn Belgum en leikurinn var hluti af undankeppni EM. Thelma Dögg Grétarsdóttir, íþróttakona Aftureldingar undanfarin tvö ár, var stigahæst í liði Íslands gegn Belgum en hún …
Piotr Poskrobko ráðinn þjálfari kvennaliðs Aftureldingar
Blakdeild Aftureldingar hefur samið við pólverjann Piotr Poskrobko um að taka við kvennaliði félagsins ásamt því að þjálfa leikmenn í 2. og 3.flokki stúlkna. Piotr Poskrobko hefur þjálfað í efstu deild Póllands að mestu sem aðstoðarþjálfari hjá liðum eins og AZS Olsztyn og Trefl Gdansk. Þá spilaði hann lengi með sömu liðum en tímabilið 1990/1991 og 1991/1992 varð hann bæði …
Úrslitahelgi bikarkeppni í blaki
Afturelding mætir Þrótti Neskaupstað í undanúrslitum bikarkeppni kvenna á morgun, laugardag kl 15. Leikurinn fer fram í Digranesi, Kópavogi.Fjölmennum í Digranesið og hvetjum stelpurnar okkar áfram.Fyrir þá sem ekki komast á staðinn má benda á útsendingu á sporttv og svo úrslitaleikina sjálfa á sunnudag sem sýndir verða á Rúv.