Fyrri dagur Bikarkeppni Blaksambands Íslands í 2.,3. og 4.flokki fór fram í dag í Kópavogi. Afturelding er að standa sig vel og eru kvennaiðiin okkar í 2. og 4.flokki komin í undanúrslitaleikina sem fram fara á morgun kl 9:00 í Digranesi og í Fagralundi. Úrslitaleikirnir eru svo spilaðir kl 11:00 á sömu stöðum. 4.flokkur spilar í Digranesi og 2.flokkur spilar í Fagralundi. Áfram Afturelding
