Afturelding með 3 fulltrúa í liði ársins

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Þegar Blaksamband Íslands aflýsti allri keppni í vor vegna COVID-19 átti einungis eftir að spila lokaumferðina í Mizunodeildum karla og kvenna. Undanfarnar vikur hafa liðin í deildinni verið að kjósa í lið ársins og er komið að því að tilkynna um valið.

Mizunodeild kvenna – lið ársins 2019-2020 er þannig skipað og á Afturelding 3 fulltrúa þar.

Kantar: María Rún Karlsdóttir, Aftureldingu og Helena Kristín Gunnarsdóttir, KA
Miðjur: Cristina Ferreira, Þróttur R. og Sara Ósk Stefánsdóttir, HK
Uppspilari: Jóna Margrét Arnarsdóttir, KA
Díó: Thelma Dögg Grétarsdóttir, Afturelding
Frelsingi: Kristina Apostolova, Afturelding
Þjálfari: Ingólfur Hilmar Guðjónsson