Blakið hafið með sigri og tapi

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Fyrstu leikir í Mizunodeildum karla og kvenna hófust í kvöld, föstudag þegar Aftuelding sótti Álftanes heim. Selpurnar hófu leikinn og tóku öll stigin með sér því þær unnu leikinn 3-0 og hefja því leiktíðina á sigri.

Strákarnir spiluðu á eftir en áttu erfiðar uppdráttar þar sem þeir töpuðu 1-3 fyrir heimamönnum.

Fyrstu heimaleikir leiktíðarinnar eru á morgun, laugardag þegar við fáum Vestra frá Ísafirði í heimsókn í 1.deild kvenna og Þróttur Vogum spilar við strákana okkar í 1.deild kk en leikirnir hefjast kl 13:00 og 15:00