Afturelding tók á móti þreföldum meisturum KA í átta liða úrslitunum í Kjörísbikar kvenna í kvöld. Lvar að þetta yrði hörkuleikur því þessi lið hafa verið með þó nokkra yfirburði í deildinni í vetur. Aftureldingarstelpurnar voru mjög öflugar og voru þær María Rún Karlsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir stigahæstar í leiknum og í liði Aftureldingar. Stelpurnar unnu leikinn 3-0 og eru því komnar í Final Four sem verður í Digranesi 13-15 mars nk. Strákarnir tryggðu sig inn í undanúrslitin s.l. sunnudag þegar þeir lögðu Þrótt Vogum 0-3.
