Happdrætti Blakdeildar hleypt af stokkunum í dag !!!

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Hið árlega happdrætti blakdeildarinnar var hleypt af stokkunum í dag og hafa iðkendur deildarinnar byrjað að selja miða.  Happdrættið er mikilvægur þáttur í fjármögnun  deildarinnar og taka allir iðkendur þátt í fjáröfluninni. Hver iðkandi fær hlutdeild af andvirði miðans og er því  verið að styrkja deildina sem og iðkandann sjálfan með kaupum á miða.  Í ár mun miðasalan fara mest fram á netmiðlum vegna COVID 19 og samkomubannsins og munu myndir af miðunum verða sendir kaupendum og afrifu miðans  skilað inn því eingöngu verður dregið úr seldum miðum þann 10.maí. Vonandi tekur Aftureldingarfólk vel á móti iðkendum deildarinnar