Kristrún nýr framkvæmdastjóri Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Kristrún Kristjánsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar í stað Jóns Júlíusar Karlssonar sem hverfur til sambærilegra starfa fyrir Ungmennafélagið í Grindavík. Kristrún kemur til starfa frá Deloitte þar sem hún var verkefnastjóri í fjármálaráðgjöf en áður starfaði hún sem sérfræðingur hjá Kauphöll Íslands. Hún hefur lokið MBA gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum og BSc prófi í hagfræði auk prófs í verðbréfaviðskiptum.

Kristrún þekkir vel til hjá Aftureldingu en hún hefur síðustu ár verið virk í starfi félagsins vegna íþróttaiðkunar barna sinna og hinna ýmsu sjálfboðaliðastarfa þeim tengdum. Síðustu fjögur ár hefur Kristrún setið í aðalstjórn félagins og verið varaformaður þess síðastliðin tvö ár. Hún er Reykvíkingur en hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ frá árinu 2004. Eiginmaður Kristrúnar er Gunnar Fjalar Helgason og eiga þau þrjú börn sem öll æfa hjá Aftureldingu.

Nýr framkvæmdastjóri tekur formlega til starfa 15. apríl og um leið og stjórn Aftureldingar þakkar Jóni Júlíusi kærlega fyrir góð störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi, bjóðum við nýjan framkvæmdastjóra hjartanlega velkominn til starfa fyrir Aftureldingu.