Hitaleikur að Varmá í gærkvöldi í karlaboltanum.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding tók á móti Stjörnunni í gærkvöldi að Varmá í Mosfellsbæ í háspennu og dramatískum leik. Stjarnan vann fyrstu hrinununa 24-26, Afturelding vann næstu hrinu nokkuð örugglega með 25 stigum gegn 18. Í þriðju hrinu varð allt vitlaust og sjaldan sem svona sést á blakleikjum, en í stöðunni 14-21 fyrir Stjörnunni þá fékk leikmaður Aftureldingar,Ismar rautt spjald sem er viðvörun og svo í stöðunni 22-21 fær hann gult og rautt sem þýðir brottrekstur af velli og í sturtu. Hrinan klárast og endar 25-14 fyrir Stjörnuna. Í leikhléi á milli hrina gefur dómarinn Ivo Bartcecivec gult og rautt og hann því líka rekin í sturtu. Mikill atgangur varð og langt leikhlé. Þegar fjórða hrinan fór loksins í gang þá leiddi Afturelding lengi vel en Stjarnan náði að jafna og sigla fram úr. Hrinan endaði 24-26 og Stjarnan vann því leikinn 3-1. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Benedikt  Baldur Tryggvason með 11 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 10 stig. Í liði Aftureldingar voru bræðurnir Hilmar Sigurjónsson og Jóhann Eiríksson með 15 stig hvor.