Yfirlýsing frá stjórn Blakdeildar Aftureldingar vegna atviks á leik gærkvöldsins

Blakdeild Aftureldingar Blak

Stjórn blakdeildar Aftureldingar harmar þá uppákomu sem varð í gær í leik Aftureldingar og Stjörnunnar.

Haft var samband við dómara leiksins í gær þar sem stjórn deildarinnar bað hann afsökunar vegna atviksins.
Ofbeldi er ekki liðið í neinu formi innan deildarinnar eða félagsins og hefur stjórn deildarinnar tekið þá ákvörðun að vísa leikmanninum úr félaginu og hefur honum verið tilkynnt um þessa ákvörðun.
Okkur þykir þó rétt að það komi fram að samkvæmt myndbandsupptöku hafði bolti aldrei viðkomu í höfði dómarans eins og fram hefur komið í fjölmiðlum.

Afturelding mun vinna með blaksambandinu vegna þessa máls.  
Stjórn Blakdeildar Aftureldingar

Fyrir hönd stjórnar blakdeildar Aftureldingar
Guðrún K Einarsdóttir
Formaður Blakdeildar Aftureldingar.