Afturelding með fullt hús í 1. deildinni

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Afturelding sigraði ÍH með eins marks mun i N1 höllinni á föstudag.
Leikurinn var í járnum  fyrstu 15 mínúturnar en þá tóku heimamenn góðan kipp og leiddu með 5 marka mun í hálfleik 14-9
Seinni hálfleikur var rólegur og forskot Aftureldingar var lengst af 4-5 mörk.
Á lokakafla leiksins duttu leikmenn Aftureldingar í kæruleysi og gerðu mörg mistök og gengu ÍH menn á lagið og minkuðu muninn í eitt  mark og áttu möguleika að jafna í lokinn. Sem betur fer tókst það ekki og Afturelding slapp með skrekkinn, og eins marks sigur í höfn og fullt hús stiga eftir 3 umferðir í deildinni.

Mörk Aftureldingar: Örn Ingi Bjarkason 5, Kristinn Bjarkason 4, Birkir Benediktsson 4, Elvar Magnússon 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Pétur Júníusson 1, Einar Héðinsson 1, Ágúst Birgisson 1.

Varin skot
Davíð Svansson 9/1
Bjarki Snær Jónsson 10/1

Næst lekur hjá strákunum er sunnudaginn 13. október gegn Hömrunum á Akureyri.