Kjartan, Hilmir og Sigvaldi endurnýja saminga við Aftureldingu

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Í dag endurnýjuðu samninga sína við blakdeildina Hilmir Berg Halldórsson, Kjartan Davíðsson og Sigvaldi Örn Óskarsson.  Allir eru þeir félagar uppaldir í  Aftureldingu og hafa þeir spilað upp alla yngri flokkana auk þess að taka þátt í landsliðsverkefnum í U17 og U19 ára landsliðum Íslands. Þeir hafa allir æft og spilað með meistaraflokki félagsins undanfarin 2 ár ásamt því að spila í 1.deildinni með unglingaliðinu.  Þeir unnu til bronsverðlauna með Aftureldingu á Íslandsmótinu á síðustu leiktíð.