Bæði karla- og kvennalið Íslands taka þátt í undankeppni HM í fyrsta sinn og halda svo á Smáþjóðaleikana í kjölfarið. Afturelding á einn fulltrúa í landsliðinu og er ákaflega stolt af því; Reynir Árnason sem er borin og barnfæddur Mosfellingur. Blakdeild óskar Reyni til hamingju og landsliðinu góðs gengis í undankeppni heimsmeistaramótsins og á Smáþjóðaleikunum.
