Thelma Dögg komin heim

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Thelma Dögg Grétarsdóttir sem hefur spilað sem atvinnumanneskja í blaki undanfarin ár hefur snúið heim í Mosfellsbæinn á ný. Blakdeild Aftureldingar er ákaflega lukkuleg með að Thelma skuli ætla að spila með liðin okkar í vetur en hún hóf blakiðkun hjá Aftureldingu 7 ára gömul og hefur spilað í öllum yngri landsliðum Íslands ásamt því að vera lykilmanneskja í A landsliðinu undanfarin ár.  Thelma hefur verið með í nánast öllum titlum Blakdeildar Aftureldingar frá upphafi en félagið tefldi fram liði í efstu deild í fyrsta skiptið haustið 2011 og hefur orðið Íslandsmeistari 3svar sinnum og Deildarmeistari og Bikarmeistari 4 sinnum. Thelma hefur verið valin Íþróttakona Aftureldingar og Mosfellsbæjar tvisvar sinnum auk þess að vera valin Blakkona Íslands tvisvar sinnum líka.  Á síðasta ári spilaðii  Thelma með  UKF NITRA í Slóvakíu og tímabilið á undan spilaði hún með VBC Galina frá Liechtenstein í úrvalsdeildinni í Sviss. Það er ljóst að koma Thelmu  „heim“  í Aftureldingu er frábær viðbót og bjóðum við hana hjartanlega velkomna heim aftur.