Haustmót yngri flokka

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Helgina 12. og 13. nóvember fór fram Haustmót hjá yngri flokkum á vegum Fimleikasamband Íslands.
Markmið mótsins er að skipta öllum liðum landsins í deildir fyrir keppnistímabilið á komandi vorönn.
Fimleikadeild Afturelding sendi frá sér 4 stúlknalið og 3 drengjalið.
Deildin okkar hefur mikið verið að bæta þjónustu og þjálfun á síðustu árum sem hefur leitt til meiri ánægju og áhuga hjá iðkendum okkar. Núna á Haustmótinu sjáum við hvað iðkendur okkar hafa mikin áhuga á að standa sig vel á æfingum og greinilegt er að þjálfarar okkar eru að standa sig vel. Árangurinn á mótinu var frammúrskarandi en tvö lið í drengjaflokki sigruðu sinn flokk en öll þrjú drengjaliðin eru komin í A deild og tvö stúlknalið enduðu í A deild í 4. flokk. 4. flokkurinn á íslandi er sá stærsti en þar keppa 28 lið og einungis 9 lið komast í hverja deild fyrir sig. Öll liðin okkar stóðu sig virkilega vel bæði í undirbúningi fyrir mótið og á mótinu sjálfu. Það verður gaman að fylgjast með liðunum á komandi keppnistímabili.