Aþena Kolbeins og Justina Kiskeviciute

Íslandsmeistarar

Taekwondo Taekwondo

Íslandsmeistaramót Taekwondo
Laugardaginn 5.nóvember fór fram Íslandsmót í poomsae (formum). Sex keppendur frá Aftureldingu tóku þátt og stóðu sig mjög vel.

Aþena Kolbeins varð Íslandsmeistari í einstakling og para poomsae, þá fékk hún silfur í hópapoomsae.
Ásta Kristbjörnsdóttir fékk silfur í einstaklingspoomsae og hópapoomsae
Hilmar Birgir Lárusson fékk silfur í einstaklingspoomsae
Justina Kiskeviciute varð Íslandsmeistari í einstaklingspoomsae, þá fékk hún silfur í hópapoomsae
Patrik Bjarkason komst ekki á pall í þetta skiptið en stóð sig mjög vel.
Sigurður Máni Guðmundsson fékk silfur í einstaklingspoomsae

Sunnudaginn 6.nóvember fór fram Íslandsmót í sparring (bardaga). Einn keppandi frá Aftureldingu tók þátt og stóð sig mjög vel.
Justina Kiskeviciute varð Íslandsmeistari í sínum flokki.

Á mynd eru t.v. Aþena Kolbeins og t.h. Justina Kiskeviciute