Íslandsmót í blaki yngri flokka um helgina.

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar býður yngri flokka velkomna á Íslandsmótið í 4.og 5.flokki. Leiknir verða yfir 100 leikir um helgina Íþróttamiðstöðin að Varmá og hvetjum við bæjarbúa til að koma og fylgjast með efnilegu blökurunum okkar alls staðar af landinu. Ungmennafélagið Afturelding er með 7 lið á mótinu. Sjá nánar: islandsmot-4.-og-5.-flokks-um-helgina

Mætum í Fagralund á morgun

Blakdeild AftureldingarBlak

HK – Afturelding í Fagralundi þriðjudag 26.apríl kl 19:15.
Fjölmennum og hvetjum stelpurnar okkar áfram.
Fer bikar á loft á morgun ?

2-1 í einvíginu – sigur á HK 3-0 í dag

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding og HK spiluðu þriðja leikinn í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í dag. Afturelding fór með sigur af hólmi á heimavelli og er nú liði komið yfir í einvíginu 2-1.

1-0 í undanúrslitaeinvíginu

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding með öruggan sigur á Stjörnunni í fyrsta leik í undanúrslitum Mizundeildar kvenna í blaki!
Í kvöld hófst úrslitakeppnin í blaki kvenna og léku Afturelding og Stjarnan að Varmá. Afturelding byrjaði leikinn mjög vel og komst í þægilega forystu 16-6 og vann hrinuna örugglega 25-12. Í annari hrinu var um jafnari leik að ræða og fylgdust liðin að en í stöðunni 16-14 tók Afturelding góða skorpu og komst í 21-16. Afturelding vann síðan hrinu 2 25-18. Svipað var uppá teningnum í hrinu 3 þar sem jafnt var fram í miðja hrinu en í stöðunni 16-15 tók Afturelding aðra góða rispu og komst í 21-16 og vann síðan hrinuna 25-18 og leikinn 3-0.
Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir með 19 stig og Nuria Bouza með 13 stig. Hjá Stjörnunni var það Elsa Sæný sem var stigahæst með 9 stig.
Afturelding hefur þar með tekið forystuna í einvíginu um að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en það lið sem fyrr vinnur 2 leiki tryggir sér réttinn.

DEILDARMEISTARAR 2016

Blakdeild AftureldingarBlak

Deildarmeistaratitillin í hús í kvöld eftir hörkuspennandi leik að Varmá. Þróttur vann fyrstu hrinuna 22-25 og Ungmennafélagið Afturelding næstu þrjár 25-18, 25-21, 25-18 og leikinn þar með 3-1.
Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Thelma Dögg Grétarsdóttir með 29 stig, Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig og Fjóla Rut Svavarsdóttir með 10 stig.
Stigahæstar í liði Þróttar Nes voru María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig.

Er annar bikar á leiðinni í hús?

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding og Þróttur frá Neskaupstað mætast í síðustu umferð Mizunodeildar kvenna í blaki. Leikurinn fer fram að Varmá í Mosfellsbæ kl. 18:30 föstudaginn 1.apríl. Búast má við hörkuleik en aðeins tvö stig skilja liðin að í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Bikarmeistarar Aftureldingar verma efsta sæti deildarinnar með 33 stig, í öðru sæti situr HK með 32 stig og í því þriðja …