Deildarmeistaratitillin í hús í kvöld eftir hörkuspennandi leik að Varmá. Þróttur vann fyrstu hrinuna 22-25 og Ungmennafélagið Afturelding næstu þrjár 25-18, 25-21, 25-18 og leikinn þar með 3-1.
Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Thelma Dögg Grétarsdóttir með 29 stig, Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig og Fjóla Rut Svavarsdóttir með 10 stig.
Stigahæstar í liði Þróttar Nes voru María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig.
Er annar bikar á leiðinni í hús?
Afturelding og Þróttur frá Neskaupstað mætast í síðustu umferð Mizunodeildar kvenna í blaki. Leikurinn fer fram að Varmá í Mosfellsbæ kl. 18:30 föstudaginn 1.apríl. Búast má við hörkuleik en aðeins tvö stig skilja liðin að í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Bikarmeistarar Aftureldingar verma efsta sæti deildarinnar með 33 stig, í öðru sæti situr HK með 32 stig og í því þriðja …
Bikarúrslitaleikur
Afturelding mætir Þrótti Nes í bikarúrslitaleik í blaki sunnudag kl 13:30. Fjölmennum á pallana og styðjum stelpurnar til sigurs.
Áfram Afturelding
Bikarhelgi í blakinu í Laugardalshöll
Undanúrslit laugardag 19. mars kl. 12.00 – Afturelding – KA
Úrslitaleikur fer fram sunnudag 20. mars kl. 13.30.
Fjölmennum í höllina – Áfram Afturelding.
Bikarhelgi í Laugardalshöll
Stöndum saman og mætum öll í rauðu!
Forsala – bikarúrslitahelgi í blakinu
19. og 20. mars verður mikil blakhátíð í Laugardalshöllinni. Undanúrslit í bikarkeppni BLÍ verða spiluð á laugardegi, alls 4 leikir og úrslitaleikirnir verða sunnudaginn 20.mars.
Afturelding í undanúrslit í bikarnum
Kvennalið Aftureldingar tók á móti Grundarfirði í 8 liða úrslitum Bikarkeppni BLÍ í gær laugardag.
Bikar 8 liða úrslit sunnudag
Afturelding B tekur á móti Þrótti Nes í bikarnum sunnudaginn 14. Feb kl 11:30 í kvennaflokki.
Karlarnir spila við KA kl 16 á Akureyri sama dag.
Bein útsending í dag ÍSL – LÚX
Bæði karla- og kvennalandslið Íslands mæta Luxemborg í dag í lokaleik Novotelcup.
Bein útsending verður á netinu á rtl.lu
Kvennaleikurinn hefst kl 15 (14 Ísl) og karlaleikurinn kl 17:30 (16:30 Ísl) og verðlaunaafhending í framhaldinu.
Áfram Ísland !
Afturelding á þrjá fulltrúa í kvennaliðinu, þær Karen Björg Gunnarsdottur fyrirliða, Rósborgu Halldórsdóttur og Thelmu Dögg Grétarsdóttur
Sigþór Helgason er svo fulltrúi Aftureldingar í karlalandsliðinu ásamt þjálfaranum Rogerio Ponticelli