Á toppnum.

Blakdeild AftureldingarBlak

Meistaraflokkur kvenna mætti KA aftur í KA heimilinu í dag. Leiknum lauk 3-0 fyrir Aftureldingu eins og leiknum í gær. Hrinurnar í dag fóru 25- 21, 25-19 og 25- 11.
Stigahæstar í dag voru Auður Anna Jónsdóttir með 16 stig og Fjóla Rut Svavarsdóttir með 9 stig. Í liðið KA var Birna Baldursdóttir með 10 stig og Alda “ okkar“ með 5 stig.
Stelpurnar eru nú á heimleið í roki og rigningu !
Afturelding er á toppi Mizunodeildarinnar með 45 stig.

Sigur á Akureyri í kvöld hjá stelpunum.

Blakdeild AftureldingarBlak

Stelpurnar í Aftureldingu héldu norður til Akureyrar í dag og spiluðu við KA í kvöld. Þær unnu leikinn 3-0( 25-8, 25-18 og 25-21) Stigahæstar í liði Aftureldingar í kvöld voru Auður Anna Jónsdóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir með 10 stig hvor. Í liði KA var Dagbjört með 9 stig og fyrrum leikmaður Aftureldingar sem er flutt aftur norður Alda Ólína Arnarsdóttir með 7 stig.

5 frá Aftureldingu í kvennalandsliðinu

Blakdeild AftureldingarBlak

Kvenna – og karlalandslið Íslands í blaki halda til Lúxemborgar á Nýársdagsmorgun til þátttöku í Novotel móti. Afturelding á 5 fulltrúa í kvennaliðinu, þær Thelmu Dögg Grétarsdóttur, Rósborgu Halldórsdóttur, Velina Apostolova, Karenu Björg Gunnarsdóttur og Fjólu Rut Svavarsdóttur. Thelma og Rósborg eru nýliðar í landsliðshópnum.

Toppslagur að Varmá föstudag kl 19.

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding og HK mætast í toppslag í Mizunodeild kvenna n.k. föstudag. Leikurinn hefst kl 19. Fjölmennum til að hvetja stelpurnar okkar áfram. Afturelding hefur ekki tapað leik í vetur en HK tapað einum leik sem var á móti Aftureldingu fyrr í vetur. Reikna má með hörkuleik þessara liða á föstudag.

Sigur og tap í kvöld hjá blakliðunum að Varmá.

Blakdeild AftureldingarBlak

Tveir leikir fóru fram í kvöld að Varmá. Karlaliðið tók á móti Fylki úr Árbænum og beið lægri hlut 2-3. Strax á eftir tóku stelpurnar á móti Stjörnunni úr Garðabæ og unnu þann leik 3-0

Íslandsmeistarar hausts í 3.fl pilta

Blakdeild AftureldingarBlak

Íslandsmót Blaksambands Íslands lauk að Varmá í dag. Afturelding var með 5 lið á mótinu og 3 af þeim fóru á pall. 3.fl stúlkna A liða náðu 3.sætinu en þær eru allar á yngsta árinu af þremur í flokknum. Í 5.fl náði Afturelding einnig 3.sæti og í 3.fl. pilta gerðu Aftureldingarstrákarnir sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína og urðu Íslandsmeistarar en þeir eru einnig flest allir á yngsta ári af þremur. Frábær árangur hjá blakkrökkunum okkar á mótinu. Til hamingju Afturelding,og til hamingju foreldrar og iðkendur fyrir frábært mót og frábæra spilamennsku.

Íslandsmót í blaki og krakkablaki um helgina

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar sér um Íslandsmótið í 3. og 5.flokki um helgina og verður spilað á laugardag frá kl 8:30 – 16:30 og á sunnudag frá kl 08:15-14:00. Spilað verður á 8 völlum samtímis á sunnudaginn og 7 á laugardaginn en frábær þátttaka er á mótinu og verða 47 lið frá 11 félögum hringinn í kring um landið sem mæta að Varmá.