Kvenna – og karlalandslið Íslands í blaki halda til Lúxemborgar á Nýársdagsmorgun til þátttöku í Novotel móti. Afturelding á 5 fulltrúa í kvennaliðinu, þær Thelmu Dögg Grétarsdóttur, Rósborgu Halldórsdóttur, Velina Apostolova, Karenu Björg Gunnarsdóttur og Fjólu Rut Svavarsdóttur. Thelma og Rósborg eru nýliðar í landsliðshópnum.
Fjórar úr Aftureldingu í liði fyrri hluta Íslandsmótsins.
Blaksambandið kynnti í gær niðurstöður þjálfara og leikmanna í kjöri á liðið fyrri hluta Íslandsmótsins í blaki. Afturelding átti þar 4 fulltrúa.
Afturelding á toppnum þegar Íslandsmótið er hálfnað
Öruggur sigur Aftureldingar í uppgjöri efstu liðanna í Mizunodeild kvenna
Toppslagur að Varmá föstudag kl 19.
Afturelding og HK mætast í toppslag í Mizunodeild kvenna n.k. föstudag. Leikurinn hefst kl 19. Fjölmennum til að hvetja stelpurnar okkar áfram. Afturelding hefur ekki tapað leik í vetur en HK tapað einum leik sem var á móti Aftureldingu fyrr í vetur. Reikna má með hörkuleik þessara liða á föstudag.
Sigur og tap í kvöld hjá blakliðunum að Varmá.
Tveir leikir fóru fram í kvöld að Varmá. Karlaliðið tók á móti Fylki úr Árbænum og beið lægri hlut 2-3. Strax á eftir tóku stelpurnar á móti Stjörnunni úr Garðabæ og unnu þann leik 3-0
Íslandsmeistarar hausts í 3.fl pilta
Íslandsmót Blaksambands Íslands lauk að Varmá í dag. Afturelding var með 5 lið á mótinu og 3 af þeim fóru á pall. 3.fl stúlkna A liða náðu 3.sætinu en þær eru allar á yngsta árinu af þremur í flokknum. Í 5.fl náði Afturelding einnig 3.sæti og í 3.fl. pilta gerðu Aftureldingarstrákarnir sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína og urðu Íslandsmeistarar en þeir eru einnig flest allir á yngsta ári af þremur. Frábær árangur hjá blakkrökkunum okkar á mótinu. Til hamingju Afturelding,og til hamingju foreldrar og iðkendur fyrir frábært mót og frábæra spilamennsku.
Íslandsmót í blaki og krakkablaki um helgina
Blakdeild Aftureldingar sér um Íslandsmótið í 3. og 5.flokki um helgina og verður spilað á laugardag frá kl 8:30 – 16:30 og á sunnudag frá kl 08:15-14:00. Spilað verður á 8 völlum samtímis á sunnudaginn og 7 á laugardaginn en frábær þátttaka er á mótinu og verða 47 lið frá 11 félögum hringinn í kring um landið sem mæta að Varmá.
U17 ára landsliðin komin til Kettering
Unglingalandsliðin í blaki, U17 eru komin til Kettering í Englandi þar sem þau verða fram á mánudag. Mótið hefst annað kvöld og verður leikið föstudag, laugardag og sunnudag. Íslensku liðin héldu utan snemma í morgun og voru að koma til Kettering fyrir skömmu síðan. Ferðalagið gekk ágætlega en flogið var með Icelandair til Heathrow flugvallar og þaðan keyrt í tvo …
Kvennaliðið á toppi deildarinnar.
Afturelding tók á móti KA tvívegis í Mizunodeild kvenna um helgina. Einnig tók Afturelding á móti KA í karlaflokki á föstudag.
Afturelding vann Þrótt R 3-0
Afturelding tók á móti Þrótti R að Varmá í dag.
Afturelding vann sannfærandi sigur – 3-0 eða 25-7, 25-11 og 25-2