Afturelding með öruggan sigur á Þrótti Neskaupsstað

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding og Þróttur N mættust öðru sinni í Mizuno-deild kvenna í blaki en sömu lið áttust við í gærkvöldi. Um endurtekið efni var að ræða þar sem Afturelding endurtók leikinn frá því í gær og vann nokkuð þægilegan sigur 3-0. Fyrsta hrinan fór 25-14, önnur hrinan fór 25-8. Í þriðju hrinu var um meiri spennu að ræða en svo fór að lokum að Afturelding vann hrinuna 25-23. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Auður Anna Jónsdóttir og Karen Björg Gunnarsdóttir með 10 stig hvor. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 9 stig.

Sigur á Þrótti Nes í kvöld, annar leikur á morgun kl 13:15

Blakdeild AftureldingarBlak

Öruggur sigur Aftureldingar á Þrótti Neskaupsstað

Afturelding og Þróttur Neskaupsstað áttust við í Mizuno-deild kvenna í blaki og leikið var í N1 höllinni í Mosfellsbæ. Lið Þróttar Neskaupsstað kemur með mikið breytt lið til leiks frá fyrra ári og í liðinu eru margar ungar og efnilegar stelpur.

Leikmenn frá Aftureldingu í U17

Blakdeild AftureldingarBlak

Landsliðsþjálfarar U17 ára landsliðanna hafa valið lokahópa sína fyrir ferðina til Kettering í Englandi. Miglena Apostolova og Filip Szewczyk hafa valið lokahópa sína fyrir U17 ára landsliðin sem halda til Kettering í lok október. Liðin spila í NEVZA móti U17 ára landsliða sem nú halda í annað sinn til Kettering í Englandi. Mótið í ár fer fram dagana 30. október …

Íslandsmót á Neskaupstað

Blakdeild AftureldingarBlak

Um helgina fór fram Íslandsmót hausts hjá 2. og 4.flokki í umsjá Blakdeild Þróttar Neskaupstað. Blakdeild Aftureldingar sendi 1 lið í 4.flokki á mótið auk þess sem 2.flokks krakkar frá okkur spiluðu með pilta og stúlknaliði HK. 4.fl. liðið… okkar gerði sér lítið fyrir og varð í 2.sæti á mótinu en þetta er þeirra fyrsta mót í 4.flokki og þau …

U19 lið stúlkna

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding á fjóra leikmenn í U19 liði stúlkna sem fer til Danmerkur að spila á NEVZA (Norður-Evrópu) móti í blaki nú um miðjan október. Þær eru Alda Ólína Arnarsdóttir, Rósborg Halldórsdóttir, Sigdís Lind Sigurðardóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir. Við óskum stelpunum góðs gengis og erum stolt af okkar fólki.

Afturelding – haustmótsmeistarar

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakvertíðin er að rúlla af stað þessa dagana. Haustmót BLÍ fór fram í Fylkishöllinni í Árbæ í dag. Kvennalið Aftureldingar stóð uppi sem haustmótsmeistarar 2014. Karlaliðið tók einnig þátt en endaði í síðasta sæti.

Blak fyrir byrjendur – fyrir fullorðna

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar býður upp á byrjendanámskeið í blaki fyrir konur og verða æfingar á mánudögum kl 20.00 og á miðvikudögum kl 21:30. Allar konur sem hafa áhuga á að prufa eru velkomnar. Hámarks fjöldi miðast þó við 20 konur.

Þjálfaramál klár hjá Blakdeild

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldinga hefur gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir komandi vertíð.
Apostol Apostolov verður áfram með Íslandsmeistarana í úrvalsdeild kvenna.
Rogerio Ponticelli hefur verið ráðin þjálfari karlaliðs blakdeildarinna. Ponticelli er frá Brasilíu og var ráðin þjálfari A landsliðs karla í mars og mun stýra landsliðinu fram yfir Smáþjóðarleikana á næsta ári. Hann er með hæstu þjálfaragráðu sem hægt er að fá frá Alþjóða blaksambandinu og verður frábær viðbót í góða þjálfaraflóru deildarinnar. Hann mun þjálfa úrvalsdeild karla, 2. og 3.flokk pilta og 1.-4. deild kvenna. Blakdeild Aftureldingar býður Rogerio velkomin í hópinn.

Blak búðir um helgina

Blakdeild AftureldingarBlak

Um komandi helgi, 16.-18. maí, verður risa blakhelgi að Varmá. Þar verða haldnar afreksbúðir í blaki fyrir unglinga á aldrinum 14-19 ára.