Lið Aftureldingar og Þróttar Nes áttust við í Mikasadeild karla í blaki í kvöld að Varmá. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og lauk með sigri Þróttar 3-1. Þróttur Nes vann fyrstu tvær hrinurnar 22-25 og 22-25. Lið Aftureldingar náði að minnka muninn með því að vinna þriðju hrinu 25-21. Þróttur Nes tryggði sér svo sigur í fjórðu hrinu, sem vannst 22-25.
Afturelding – Þróttur Nes föstudag kl 19
Mikil blakhelgi er framundan að Varmá. Á föstudag tekur karlalið Aftureldingar í Mikasadeildinni á móti Þrótti Nes kl 19, sá leikur verður sýndur beint á sporttv.is. Liðin mætast síðan aftur kl 13 á laugardag að Varmá.
3-0 sigur á Stjörnunni í kvöld
Kvennalið Aftureldingar gerði góða ferð í Garðabæinn í kvöld þar sem þær unnu lið Stjörnunnar – 0-3 (15-25, 20-25, 17-25). Við óskum stelpunum til hamingju með sigurinn.
Yfirlýsing frá stjórn Blakdeildar Aftureldingar vegna atviks á leik gærkvöldsins
Stjórn Blakdeildar Aftureldingar sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna atviks sem gerðist í leik Aftureldingar og Stjörnunnar í Mikasa deild karla.
Stjórnin mun ekki tjá sig meira um málið.
Hitaleikur að Varmá í gærkvöldi í karlaboltanum.
Stjarnan lagði Aftureldingu 1-3 í vægast sagt sögulegum leik þar sem 5 rauð spjöld litu dagsins ljós.
Thelma Dögg valin í U19 liðið í blaki
Hin unga og efnilega blakstúlka Thelma Dögg Grétarsdóttir Aftureldingu hefur veirð valin í U19 landsliðið í blaki en þess má geta að hún er einnig í U17 liðinu ásamt Rósborgu Halldórsdóttur og Sigdísi Sigurðardóttur í Aftureldingu. Framtíðin sannarlega björt hjá Aftureldingu.
Landsliðsþjálfarar U19 liðanna í blaki karla og kvenna, Emil Gunnarsson og Filip Szcewzyk, hafa valið 12 leikmenn í sín landslið til þessa að taka þátt í Norður-Evrópumótinu upp úr miðjum næsta mánuði.
Liðin halda til Ikast í Danmörku þann 14. október nk. en leikið er í riðlum að þessu sinni. Leikdagar eru 15.-17. október.
Kvennalið Íslands leikur í riðli með Noregi og Englandi en karlaliðið með Noregi og Svíþjóð.
Afturelding og HK unnu hvort annað
Afturelding sigraði HK, 3:0, í fyrsta leiknum í úrvalsdeild kvenna í blaki, Mikasa-deildinni, þegar liðin mættust á Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun fyrstu hrinu en Afturelding náði undirtökunum og vann hana, 25:18. Í annarri hrinu var Afturelding með mikla yfirburði og vann hana að lokum, 25:11. HK konur komu ákveðnar til leiks í þriðju …
3 stúlkur í U17 í blaki
Afturelding á þrjár stúlkur í lokahóp U17 í blaki þær Róborgu Halldórsdóttur, Thelmu Dögg Grétarsdóttur og Sigdísi Lind Sigurðardóttur
Blakveisla að Varmá á föstudag
Blakið hefst af fullum krafti n.k. föstudag að Varmá þar sem Afturelding tekur á móti HK í kvennaflokki kl 18:30 og karlaflokki 20:30 í Mikasadeildinni.
Blakið hefst á morgun.
Haustmót BLÍ fer fram á morgun laugardag. Afturelding mætir þar með lið í karla og kvennaflokki.