Hlynur Hólm Hauksson,Hristiyan Dimitrov, Thelma Dögg Grétarsdóttir og Kristina Apostolova hafa verið valin í forvalshóp fyrir U19 ára landslið drengja og stúlkna sem fara til Ikast í Danmörku í október
Blakdeildin óskar þeim til hamingju með valið og góðs gengis í verkefnunum framundan.
Góð uppskera Aftureldingar á Íslandsmóti í strandblaki.
A flokkur kvenna fullorðinna: Silfur hjá Thelmu Dögg Grétarsdóttur og Rósborgu Halldórsdóttur eftir frábæran úrslitaleik þar sem þurfti oddahrinu við nýkrýnda Norðurlandameistara í U19 í strandblaki þær Elísabetu Einarsdóttur og Berglindi Gígju Jónsdóttur HK til að ná fram úrslitum.
U 17 – 11 krakkar frá Aftureldingu í forvalshóp.
Afturelding á 5 stúlkur og 6 drengi í forvali fyrir U17 í blaki. Liðin munu æfa í Mosfellsbæ um næstu helgi. Liðin halda á NEVZA mót(Norður- Evrópu) í Kettering í Englandi 1.-3 nóvember n.k.
Töpuðu með minnsta mun í Berlín.
Thelma Dögg Grétarsdóttir Aftureldingu og Elísabet Einarsdóttir HK hafa lokið þátttöku sinni í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna. Þær spiluðu í dag við lið Þýskalands og Belgíu í Berlín.
Thelma Dögg á leið í forkeppni fyrir Ólympíuleika unglinga í strandblaki.
Íslensku unglingalandsliðin í strandblaki eru á leið í forkeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna sem verða í Nanjing á næsta ári. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk unglingalið taka þátt í forkeppninni fyrir leikana.
Dregið hefur verið í happdrætti mfl. blakdeildar Aftureldingar
Vinningaskrá má sjá hér.
Nálgast má vinninga með því að hafa samband við blakdeildaftureldingar@gmail.com eða hringja í síma 6697164.
Þökkum öllum sem studdu blakdeildina með miðakaupum.
Reynir í landslið karla í blaki
Landsliðsþjálfari karla, og jafnframt þjálfari kvenna-og karlaliðs Aftureldingar, Apostol Apostolov hefur valið landsliðhóp sinn.
Dregið hefur verið í happdrætti blakdeildar Aftureldingar. Á viðhenginu eru vinningstölurnar.
Vinningaskrá í happdrætti blakdeildar Aftureldingar, 6.maí 2013 NR. Vinningsnúmer Vinningur verðmæti 1 98 Gasgrill Sterling 1104 41.989 2 698 Gisting í 2ja manna herbergi eina nótt 35.000 3 330 HP Photosmart 5520 e-All-in-On – prentari. 29.900 4 306 Samsung PL 21 myndavél 22.900 5 37 Leiga á bíl í A-flokki hjá Höldur Bílaleigu 22.500 6 …
Kristina og Auður Anna í kvennalandsliðinu.
Afturelding á tvo fulltrúa í kvennalandsliðinu í blaki. Þær Kristinu Apostolov og Auði Önnu Jónsdóttur. Við í Aftureldingu erum stolt af stelpunum að vera valdar í lokahópinn og óskum þeim góðs gengis í komandi verkefnum.
Besti frelsinginn og efnilegasti leikmaðurinn í Mikasadeild kvenna.
Blaksamband Íslands hélt árs og uppskeruhátíð sína á föstudag.
Tveir leikmenn kvennaliðs Aftureldingar voru verðlaunaðir á hófinu.
Kristina Apostolova var valin besti frelsinginn (libero) í Mikasadeild kvenna 2012-2013 og Thelma Dögg Grétarsdóttir valin efnilegasti leikmaðurinn í deildinni.
Blakdeild Aftureldingar óskar stelpurnum innilega til hamingju með árangurinn og verður gaman að fylgjast með þessum ungu og efnilegu leikmönnum á næstu leiktíð.