Hin unga og efnilega blakstúlka Thelma Dögg Grétarsdóttir Aftureldingu hefur veirð valin í U19 landsliðið í blaki en þess má geta að hún er einnig í U17 liðinu ásamt Rósborgu Halldórsdóttur og Sigdísi Sigurðardóttur í Aftureldingu. Framtíðin sannarlega björt hjá Aftureldingu.
Landsliðsþjálfarar U19 liðanna í blaki karla og kvenna, Emil Gunnarsson og Filip Szcewzyk, hafa valið 12 leikmenn í sín landslið til þessa að taka þátt í Norður-Evrópumótinu upp úr miðjum næsta mánuði.
Liðin halda til Ikast í Danmörku þann 14. október nk. en leikið er í riðlum að þessu sinni. Leikdagar eru 15.-17. október.
Kvennalið Íslands leikur í riðli með Noregi og Englandi en karlaliðið með Noregi og Svíþjóð.