Ísland vann Smáþjóðamótið í U19

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

U19 ára kvennalandslið Íslands í blaki vann Færeyjar í úrslitaleik Smáþjóðamótsins sem haldið var á Laugarvatni um helgina. Afturelding átti 3 leikmenn í hópnum , Daníela Grétrsdóttir uppspilari, Rut Ragnarsdóttir frelsingi og Valdís Unnur Einarsdóttir miðja og voru þær allar í byrjunarliðinu og stóðu sig frábærlega eins og allt liðið. Aðalþjálfari liðsins er Borja Gonzalez Vincete þjálfari kvenna og karlaliða …

Afturelding með þrjár í U19 landsliði kvenna

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Um komandi helgi, 2-4 september fara fram fyrstu landsleikir í blaki  U liða  síðan haustið 2019 þegar U19 kvennaliðið tekur þátt í Smáþjóðamóti. Blaksamband Íslands hefur skipulagt mótið á Laugarvatni í samstarfi með Smáþjóðanefndinni. Ísland spilar við lið Gíbraltar, Möltu og Færeyja og verður opið fyrir áhorfendur og einnig verður leikjunum streymt. Afturelding á þrjá fulltrúa í liðinu og eru …

Byrjendablak fyrir fullorðna

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Blakdeild Aftureldingar býður upp á byrjendablak fyrir fullorðna á þriðjudögum kl 21:15-22:45 Æft verður einu sinni í viku undir leiðsögn þjálfara og byrjar námskeiðið þriðjudaginn 7. september og fara æfingar fram í sal 3 í íþróttahúisnu að Varmá. Allir velkomnir, bæði karlar og konur. Skráning á:  blakdeildaftureldingar@gmail.com

Thelma Dögg Grétarsdóttir er Íslandsmeistari í strandblaki kvenna 2021

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Íslandsmotið í strandblaki fór fram í Fagralundi á glæsilegu og endurbættu svæði þar sem 4 vellir voru komnir upp og frábær aðstaða fyrir áhorfendur einnig. Afturelding átti þátttakendur í flestum deildum og komu flestir þátttakendur okkar með verðlaun heim. Thelma Dögg Grétarsdóttir varða Íslandsmeistari í kvennaflokki ásamt meðspilara sínum Hjördísi Eiríksdóttur en þær unnu ríkjandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum 2-0. Daníela …

Thelma Dögg með 5 viðurkenningar á uppskeruhátíð BLí

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Ársþing Blaksambands Íslands var haldið laugardaginn 5.júní og á þinginu voru veittar viðurkenningar og valið í lið ársins.  Blakdeild Aftureldingar átti 3 fulltrúa í liði ársins í Mizunodeild kvenna: Uppspilarann; Luz Medina, kantsmassarann Maríu Rún Karlsdóttur og díó spilarann Thelmu Dögg Grétarsdóttur. Auk þess fékk Thelma Dögg viðurkenningur fyrir að vera; Stigahæst í sókn, stigahæst í uppgjöfum og stigahæst samtals. …

AFTURELDING ÍSLANDSMEISTARAR KVENNA Í BLAKI

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Stelpurnar okkar spiluðu hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn við HK í dag. Fyrsta leikinn tóku HK stúlkur nokkuð örugglega og gátu með sigri að Varmá s.l. þriðjudag hampað titlinum en vinna þurfti 2 leiki. Aftureldingarstúlkur voru ekki til í það og sigruðu annan leikinn mjög örugglega og tryggðu sér oddaleik sem þær mættu í eins og sá sem valdið hafði og …

Stelpurnar okkar spiluðu frábæralega í kvöld – Hreinn úrslitaleikur á laugardaginn

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Stelpurnar okkar voru með bakið upp við vegg og urðu að vinna annan leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í kvöld. Þær töpuðu fyrri leiknum en vinna þarf tvo leiki til að hampa þeim stóra.  Það var ljóst frá byrjun að þær ætluðu ekki að leyfa HK að hampa bikarnum á okkar heimavelli og unnu sannfærandi sigur 3-1 þar sem …

Afturelding er komin í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Stelpurnar okkar tóku á móti KA að Varmá í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið kæmist í úrslitaleikina á móti HK sem hafði unnið Þrótt Nes 2-0 í undanúrslitunum. Okkar stelpur komu mjög ákveðnar til leiks og sýndu það að þær ætluðu í úrlitakeppnina og unnu mjög sannfærandi sigur 3-1. Stigahæst var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 24 stig og María …

Afturelding með sigur í háspennuleik að Varmá

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Stelpurnar okkar tóku á móti KA í fyrsta leiknum í undanúrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki að Varmá í kvöld í rúmlega  tveggja klukkustunda leik.  Afturelding vann örugglega fyrstu hrinuna en tapaði næstu tveimur mjög illa. Þær snéru leiknum við í 4.hrinu og náðu sér í oddahrinu. Hún byrjaði ekki vel og komust KA stúlkur í 9-3.  Aftureldingarstúlkurnar sýndu þvílíka baráttu og …

Fyrsti leikur í undanúrslitunum um Íslandmeistaratitilinn

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Stelpurnar spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á morgun, þriðjudaginn 4.maí. Þar sem þær urðu í öðru sæti í deildarkeppninni í Mizunodeildinni þá fóru þær beint í undnaúrslitin. Þær mæta liði KA sem lagði lið Þróttar Reykjavíkur í tveimur leikjum í síðustu viku.Leikurinn hefst kl 19:00 að Varmá og næsti leikur er á laugardaginn á Akureyri kl einnig …