Íslandsmeistararnir byrjuðu titilvörnina með öruggum sigri á Húsavík.

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Fyrsti leikur Íslandsmeistaranna okkar var í kvöld þegar stelpurnar okkar héldu norður í land og sóttu nýliðana í Úrvalsdeildinni heim en Völsungur vann 1.deild kvenna í vor. Talsverðir yfirburðir voru eins og búast mátti við og unnu stelpurnar öruggan sigur 3-0. Þær unnu hrinurnar 25-9. 25-18 og 25-13. Stigahæst í leiknum var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 19 stig.
Næsti leikur stelpnanna er við Bikarmeistara HK og verður hann spilaður 2.október í Digranesi í Kópavogi