Foreldraæfing helgina 7-8. febrúar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeildin ætlar að vera með foreldraæfingu um næstu helgi, 7-8. febrúar. Í fyrra mætti gífurlegur fjöldi fólks og það var mikið fjör hjá okkur. Vegna frábærar mætingar var ákveðið að skipta hópunum upp í þetta skiptið til að koma í veg fyrir langar raðir í salnum. Við viljum hvetja alla foreldra og systkini til að mæta og koma og hoppa …

Brynja formaður Fimleikadeildar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Aðalfundur Fimleikadeildar var haldinn í gær. Á fundinum var Brynja Jónsdóttir kjörin formaður. Stjórnarmenn aðrir eru Elín Karítas Bjarnadóttir, Anna Hlín Svavarsdóttir, Sigrún Eiríksdóttir og Stephen P. Rogers.

Aðalfundur Fimleikadeildar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Aðalfundur Fimleikadeildar verður haldinn þriðjudaginn 26. mars næstkomandi kl 20:00 í Skólastofu 6 á lóð íþróttahússins að Varmá.

Aðalfundi Fimleikadeildar frestað

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Aðalfundi Fimleikadeildar sem auglýstur var mánudaginn 11. mars hefur verið frestað vegna óviðráðanlegra orsaka. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Aðalfundur Fimleikadeildar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Aðalfundur Fimleikadeildar verður haldinn mánudaginn 11. mars næstkomandi kl. 20:00 í Skólastofu 6. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf. Foreldrar eru hvattir til þess að mæta á fundinn.

Jólasýning Fimleikadeildar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Jólasýning Fimleikadeildar verður haldin sunnudaginn 2. desember næstkomandi kl. 11:00. Að venju verður margt glæsilegra atriða og hafa börnin undirbúið atriði fyrir foreldra og aðstandendur undanfarnar vikur. Foreldrar eru hvattir til þess að taka með sér afa og ömmur og leyfa þeim að sjá framfarir barnabarna sinna í vetur. Allir velkomnir á sýninguna á meðan húsrúm leyfir. 

Skráningar leikskólabarna

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Foreldrar leikskólabarna í fimleikum eru beðnir að skrá börnin sín annaðhvort í Nóra – leiðbeiningar í fyrri frétt á síðunni eða með því að senda póst á fimleikar@afturelding.is. Stjórn getur ekki haldið utanum fjölda barna eða þörf fyrir fjölda þjálfara ef börnin eru ekki skráð. Að auki þurfa stjórn og þjálfarar að geta komið upplýsingum til foreldra og haft við …

Laust í nokkrum hópum í fimleikum

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Bilun var í skráningarkerfinu í síðustu viku. Þess vegna fengu einhverjir foreldrar þau skilaboð að lokað væri fyrir skráningar í einhverja hópa. Það hefði getað misskilist að hóparnir væru fullir. Svo er ekki við getum ennþá tekið við fleiri fimleikabörnum. Kerfið er komið í lag og leiðbeiningar er að finna í fyrri frétt sem er hér á síðunni. Hvet alla …