Fimleikakrakkar úr Aftureldingu kepptu á Vormóti FSÍ um helgina en mótið var haldið á Egilsstöðum. Mikill fjöldi liða var mættur á mótið og fór Afturelding með tvö lið eitt drengja og eitt stúlkulið. Ferðin tókst í alla staði mjög vel þar sem strákar og stelpur ásamt foreldrum og þjálfurum skemmtu sér vel við leik og keppni.
Páskakökubasar
Fimleikadeildin hefur selt fjölda páskaeggja að undanförnu og mun ágóðinn renna til kaupa á áhöldum fyrir börnin. Einnig seldi deildin kaffi að Varmá síðastliðinn laugardag á línudansmóti við mikla ánægju viðstaddra.
Aðalfundur Fimleikadeildar fimmtudaginn 15. mars
Aðalfundur Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 15. mars kl. 18:00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
Ný aðstaða fyrir fimleika
Ákveðið hefur verið að ráðast í framkvæmdir við 1200 fm viðbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ sem hýsa mun starfsemi fimleika- og bardagaíþróttadeilda Aftureldingar sem og að skapa möguleika á aukinni félagsaðstöðu félagsins. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 135 m.kr.
Páskaegg fyrir áhöldum
Fimleikadeildin hyggst fara í miklar fjáraflanir á árinu til þess að styrkja tækjakost deildarinnar. Nú erum við að hefja sölu á gómsætum páskaeggjum frá Sambó. Eggin eru sannkölluð fjölskylduegg en þau eru 900 grömm og stútfull af nammi.
Íslandsmót í hópfimleikum á Selfossi um helgina
Íslandsmót unglinga í hópfimleikum verður haldið á Selfossi um helgina. Afturelding verður með 3 lið á mótinu.
Stóðu sig vel á byrjendamóti í fimleikum
Framtíðarkeppnishópurinn O-10 tók þátt í sínu fyrsta byrjendamóti á Selfossi á dögunum. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og fengu verðlaun fyrir að standa sig vel í dansi með einkunnina 6,8.
Fjáraflanir skiluðu árangri
Fjáraflanir Fimleikadeildar skiluðu miklum árangri á síðasta ári. Foreldrar deildarinnar söfnuðu hvorki meira né minna en einni milljón sem notuð var til áhaldakaupa fyrir börnin. Bráðlega munu nýjar fjáraflanir hefjast og vill stjórnin hvetja alla foreldra sem vettlingi geta valdið að taka þátt.
Um fimm hundruð voru viðstödd vorsýningu Fimleikadeidlar
Mikil gleði ríkti á vorsýningu Fimelikadeildar í gær þegar börnin sýndu afrakstur æfinganna í vetur.