Skráningar leikskólabarna

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Foreldrar leikskólabarna í fimleikum eru beðnir að skrá börnin sín annaðhvort í Nóra – leiðbeiningar í fyrri frétt á síðunni eða með því að senda póst á fimleikar@afturelding.is. Stjórn getur ekki haldið utanum fjölda barna eða þörf fyrir fjölda þjálfara ef börnin eru ekki skráð. Að auki þurfa stjórn og þjálfarar að geta komið upplýsingum til foreldra og haft við …

Laust í nokkrum hópum í fimleikum

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Bilun var í skráningarkerfinu í síðustu viku. Þess vegna fengu einhverjir foreldrar þau skilaboð að lokað væri fyrir skráningar í einhverja hópa. Það hefði getað misskilist að hóparnir væru fullir. Svo er ekki við getum ennþá tekið við fleiri fimleikabörnum. Kerfið er komið í lag og leiðbeiningar er að finna í fyrri frétt sem er hér á síðunni. Hvet alla …

Leiðbeiningar við skráningar

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Skráningardagur Fimleikadeildar tókst vel að öðru leyti en því að góða kerfið okkar Nóri ákvað að stríða okkur. Því gátum við því miður ekki skráð alla inn eins og við vildum. Fimleikarnir byrja eftir næstu helgi því við gefum okkur þessa viku í að klára uppröðun í hópa. O-10, M-10, M-15 og P-1 eru þó byrjaðir og kennsla verður sk. stundaskrá. Hér eru síðan leiðbeiningar fyrir foreldra til þess að skrá börnin beint inn í skráningar og greiðslukerfið:

Skráningardagur hjá Fimleikadeildinni

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeildin heldur skráningardag þriðjudaginn 28. ágúst næstkomandi kl. 16:30-19:00. Allir þurfa að skrá sig líka þeir sem voru í fyrra.

Vorsýning

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Vorsýning Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldin fimmtudaginn 31. maí kl. 17:30. Ástæðan fyrir því að hún er ekki haldin um helgi er að húsið var upptekið allar helgar sem mögulegar eru. Endilega takið tímann frá.

Fimleikakrakkar á vormóti á Egilsstöðum

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikakrakkar úr Aftureldingu kepptu á Vormóti FSÍ um helgina en mótið var haldið á Egilsstöðum. Mikill fjöldi liða var mættur á mótið og fór Afturelding með tvö lið eitt drengja og eitt stúlkulið. Ferðin tókst í alla staði mjög vel þar sem strákar og stelpur ásamt foreldrum og þjálfurum skemmtu sér vel við leik og keppni.

Páskakökubasar

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeildin hefur selt fjölda páskaeggja að undanförnu og mun ágóðinn renna til kaupa á áhöldum fyrir börnin. Einnig seldi deildin kaffi að Varmá síðastliðinn laugardag á línudansmóti við mikla ánægju viðstaddra.

Ný aðstaða fyrir fimleika

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Ákveðið hefur verið að ráðast í framkvæmdir við 1200 fm viðbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ sem hýsa mun starfsemi fimleika- og bardagaíþróttadeilda Aftureldingar sem og að skapa möguleika á aukinni félagsaðstöðu félagsins. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 135 m.kr.

Páskaegg fyrir áhöldum

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeildin hyggst fara í miklar fjáraflanir á árinu til þess að styrkja tækjakost deildarinnar. Nú erum við að hefja sölu á gómsætum páskaeggjum frá Sambó. Eggin eru sannkölluð fjölskylduegg en þau eru 900 grömm og stútfull af nammi.