Góð þátttaka á Landsmóti 50+

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Skráningar á 2. Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður í Mosfellsbæ 8.-10. júní í sumar ganga vel. Undirbúningi miðar vel áfram og er reiknað með góðri þátttöku á mótið. Það er mikill hugur í mótshöldurum og gengur undirbúningur samkvæmt áætlun.

Íslandsmeistarar í blaki!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Aftureldingarkonur unnu Íslandsmeistaratitilinn í blaki 2012 í annarri viðureign liðsins um titilinn við Þrótt Neskaupsstað í dag.

Breyttur afgreiðslutími á skrifstofu félagsins.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Afgreiðslutími skrifstofu Aftureldingar breytist frá og með þriðjudeginum 10. apríl 2012. Skrifstofa Aftureldingar mun frá þeim degi verða opin frá klukkan 13-16 , virka daga.
Svarað verður í síma á afgreiðslutíma skrifstofunnar.

Íþrótta og tómstundaþing í Mosfellsbæ

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Leggja á lokahönd á stefnumótun Mosfellsbæjar í þessum málaflokki á stefnuþingi laugardaginn 17. mars. Aðgangur er öllum opinn og hvetur aðalstjórn Aftureldingar allt áhugafólk um öflugt íþróttastarf til að mæta á þingið.

Nýr salur og samstarf um framtíðarskipulag að Varmá

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Viðbygging verður reist að Varmá sem mun leysa brýnasta húsnæðisvanda félagsins, bæði hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar sem og skrifstofu- og félagsaðstöðu. Einnig er samkomulag milli félagsins og bæjaryfirvalda að unnið verði að framtíðarskipulagi að Varmá í samvinnu beggja aðila.