Komdu að prófa

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Í tilefni af HM í handbolta ætlar handknattleiksdeild að bjóða öllum sem vilja prufa að æfa handbolta frítt í Janúar! Nú er um að gera að taka vinina með á næstu æfingu þar sem stjörnurnar fæðast. Æfingatíma má finna HÉR

Gleðilega hátíð kæru iðkendur og foreldrar.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Gleðilega hátíð kæru iðkendur og foreldrar.   Barna- og unglingaráð Aftureldingar (BUR) vill byrja á að þakka ykkur fyrir það sem liðið er af árinu og hlökkum mikið til ársins 2023 með ykkur. Minnum á æfingar milli jóla og nýárs, nýliðatilboðið í janúar,  fyrirlesturinn með Loga Geirssyni í Krikaskóla 10. janúar og svo verður fundur í lok janúar varðandi fjáröflun …

Förum öflug saman inn í nýtt handbolta-ár.

Handknattleiksdeild AftureldingarFréttir, Handbolti

Förum öflug saman inn í nýtt handbolta-ár   Það hefur verið nóg að gera hjá barna- og unglingaráði handboltans síðustu daga. Þann 20. nóvember var mót hjá 7.fl. kvenna, Cheerios-mótið og mættu rúmlega 300 stelpur á mótið. Sunnudaginn 27. nóvember var svo mót hjá 8.fl. karla og kvenna, Gifflar-mótið og mættu yfir 500 krakkar á mótið. Mótin gengu mjög vel …

Árskort til sölu

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Við minnum á árskort handboltadeildarinnar. Hægt er að nálgast kortin á Stubb, sem er miðasöluapp. Hægt er að ganga frá greiðslu þar í gegn og sækja miða á alla heimaleiki í deild bæði hjá karla- og kvennaliðinu. Hægt er að nálgast Stubbs appið HÉR

Handboltaþrautir fyrir alla!

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Á föstudaginn verður handboltaveisla að Varmá, Við byrjum kl 16.00 þegar handboltadeildin setur upp þrautir og skemmtun fyrir alla káta krakka, hvort sem þau hafa verið að æfa eða vilja koma prófa. Leikmenn mfl. kk og kvenna verða á svæðinu og spjalla við krakkana. Fullt af fjöri og Klukkan 19.40 hefst svo fyrsti heimaleikur vetrarins, þegar strákarnir okkar taka á …

Minningarleikur um Ásmund Einarsson

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Af vefsíðu Handbolti.is ‘Ásmundur Einarsson fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Gróttu lést síðla í júlí. Hans verður minnst með leik á milli Gróttu og U18 ára landsliðs kvenna í Hertzhöllinni, íþróttahúsi Gróttu 7. september kl. 19.30. Katrín Anna, dóttir Ásmundar, leikur með báðum liðum. „Allir handboltaunnendur og aðrir sem vilja minnast Ása eru hvattir til að mæta. Aðgangseyrir verður 1000 kr eða …

9. flokkur í handbolta stofnaður

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður börnum fædd 2017 og 2018 að æfa handbolta með 9 flokk í vetur. Æfingarnar verða einu sinni í viku, mánudaga kl 16.30 fara fram að Varmá og verður Örn Ingi Bjarkason þjálfari hópsins Frekari upplýsingar hjá gunnar@afturelding.is Við hvetjum alla til að koma prófa!

Stefán Árnason í þjálfarateymið

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Meistaraflokkur karla hefur ráðið Stefán Árnason í þjálfarateymið og mun hann vera Gunnari Magnússyni til halds og trausts. Stefán mun einnig taka að sér þjálfun yngri flokka félagsins. Við erum gríðarlega ánægð með að tryggja okkur starfskrafta Stefáns næstu árin sem hefur sýnt bæði metnað og góðan árangur í sínum störfum. Velkomin í Aftureldingu Stebbi

Gunnar áfram í Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Gunnar Malmquist hefur samið við Aftureldingu til næstu þriggja ára. Sannarlega ánægjulegt að hafa gengið frá samningum við Gunnar þar sem hann er mikill félagsmaður og baráttujaxl. Gunnar hefur verið stór hluti af Aftureldingu síðan hann kom til félagsins og því mikið ánægjuefni að svo verði áfram.