Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite fór fram í Fylkissetrinu, húsnæði Karatedeildar Fylkis, laugardaginn 17. nóvember. Fjöldi keppenda frá 7 félögum voru skráðir til leiks. Í opnum flokki kvenni sigraði Telma Rut Frímannsdóttir, Aftureldingu og er þetta þriðja árið í röð sem Telma Rut vinnur opna flokkinn. Margar mjög skemmtilegar viðeignir áttu sér stað en maður mótsins var Kristján Helgi Carrasco, úr Víking sem vann þrjá Íslandsmeistaratitla á mótinu.
Breyttir æfingatímar í karate föstudaginn 9.nóv
Föstudaginn 9. nóvember verða breytingar á æfingatímum í karate
og sumir flokkar þurfa að mæta á æfingar í EGILSHÖLL.
Frábær árangur á Íslandsmótinu í Karate
Fimm iðkendur frá karatedeild Aftureldingar kepptu á Íslandsmótinu í Kumite
2012 sem haldið var 21. október. Þrír þeirra enduðu á verðlaunapalli.
Foreldrum boðið í karatetíma
Föstudaginn 12. október verður foreldrum boðið að vera með börnum sínum í karatetímum. Endilega nýtið ykkur þetta tækifæri til þess að kynnast íþróttinni sem og starfinu hjá karatedeild Aftureldingar. Branddís og aðstoðarþjálfari sjá um æfingarnar hjá byrjendum og III flokki en Willem, yfirþjálfari, sér um æfingarnar hjá II, I og hópi 14 ára og eldri. Vonandi sjáum við ykkur sem …
Buxnadagar hjá sportbúð Errea 17. – 28. september
Tilboð á ýmsum gerðum buxna í verslun Errea í Dugguvogi 3.
Telma Rut – Margfaldur meistari kvenna í karate
Telma Rut Frímannsdóttir, þjálfari hjá karatedeild Aftureldingar er margafaldur meistari kvenna í karate. Á s.l. æfingaári varð hún tvöfaldur Íslandsmeistari í karate sem og bikarmeistari. Telma Rut var einnig kjörin íþróttakona Aftureldingar og Mosfellsbæjar. Telma Rut hefur æft karate hjá Aftureldingu í tíu og hálft ár. Síðast liðin ár hefur hún unnið til fjölda verðlauna og keppt á mótum bæði hérlendis …
Telma Rut er bikarmeistari kvenna í karate 2011-2012
Laugardaginn 31. mars fór fram þriðja og síðusta bikarmót í karate. Á laugardagskvöldinu var svo uppskeruhátið þar sem bikarmeistarar vetrarins voru krýndir, þeir einstaklingar sem eru stigahæstir eftir 3 mót hljóta titilinn þar sem stig úr kumitekeppni og katakeppni eru lögð saman.
Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata
Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata fer fram í íþróttahúsi Breiðabliks sunnudaginn 19.febrúar n.k.
Telma Rut kjörin íþróttakona Mosfellsbæjar 2011
Kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar var lýst fyrr í kvöld í hófi íþrótta- og tómstundanefndar bæjarins að Varmá. Fjöldi annarra viðurkenninga var einnig veittur framúrskarandi íþróttafólki.