Júlíus endurnýjar samning sinn við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Júlíus Ármann Júlíusson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Aftureldingar. Júlíus hefur starfað hjá Aftureldingu frá því vorið 2015 og mun áfram starfa sem þjálfari meistaraflokks Aftureldingar/Fram auk þess að þjálfa 3. flokk félagsins í karlaflokki. Undir stjórn Júlíusar fagnaði Afturelding/Fram sigri í 2. deild kvenna árið 2017 og hafnaði liðið í 7. sæti á nýliðnu keppnistímabili …

Lokahóf Fotbolti.net

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Knattspyrnudeild Aftureldingar uppskar heldur betur á lokahófi Fótbolta.net sem haldið var á föstudaginn. Stelpurnar okkar sem spiluðu í erfiðri Inkasso-deild í sumar áttu efnilegasta leikmann deildarinar, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. En einnig áttum var Janet Egyr valin í úrvalslið ársins. Þær Cecilía Rán, Inga Laufey, Eva Rut og Hafrún Rakel fengu allar atkvæði í úrvalsliðið. Aldeilis björt framtíð hjá okkar stelpum. …

Afturelding deildarmeistari! – Leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hafði betur gegn Hetti frá Egilsstöðum í lokaumferð 2. deildar karla. Úrslitin urðu 1-3 fyrir Aftureldingu en leikið var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum. Með sigrinum tryggði Afturelding sér deildarmeistaratitilinn og leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn í Hetti en Daníel Steinar Kjartansson kom Hetti yfir á 21. mínútu leiksins. Það var allt …

Afturelding Íslandsmeistari í 3. flokki karla

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Þriðji flokkur karla í knattspyrnu gerði sér lítið fyrir í dag og lagði FH í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í A-deild. Leiknum lyktaði með 3-2 sigri Aftureldingar í frábærum leik. Um 300 áhorfendur lögðu leið sína á Varmárvöll í dag til að fylgjast með frábærum leik. Mörk Aftureldingar gerðu þeir Ísak Pétur Bjarkason Clausen og Aron Daði Ásbjörnsson sem skoraði tvívegis …

Afturelding á toppnum fyrir lokaumferðina

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding er á toppi 2. deildar karla þegar ein umferð er eftir. Afturelding vann góðan sigur í gær á Leikni frá Fáskrúðsfirði á Varmárvelli, 4-1 í fjörugum leik. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Varmárvöll en frítt var á völlinn í Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Andri Freyr Jónasson kom Aftureldingu yfir á 32. mínútu leiksins og var það staðan í hálfleik. Jökull …

Afturelding/Fram áfram í Inkasso-deildinni

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding/Fram mun leika áfram í Inkasso-deild kvenna á næstu leiktíð eftir 5-1 sigur á Sindra frá Höfn í Hornafirði en lokaumferð deildarinnar var leikin í kvöld. Afturelding/Fram lýkur leik á þessu sumri í 7. sæti deildarinnar með 17 stig. Leikurinn í kvöld var fjörugur og komst Sindri yfir í leiknum um miðjan fyrri hálfleik. Afturelding/Fram náði að jafna leikinn með …

Opnað fyrir skráningu í knattspyrnudeild 15. september

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Það styttist óðum í vetrartímabilið hjá knattspyrnudeild Aftureldingar og verður opnað fyrir skráningu þann 15. september næstkomandi. Flokkaskiptingar verða tilbúnar um miðjan næsta mánuð og verður tímataflan einnig kynnt í kjölfarið.

Cecilia og Hafrún valdar í U17-ára landsliðið

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem fer til Moldavíu og spilar í undankeppni EM 2019. Í riðlinum mæta þær Moldavíu, England og Aserbaídsjan. Afturelding á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Cecilia Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir. Afturelding óskar Ceciliu og Hafrúnu hjartanlega til hamingju með landsliðsætið og góðs gengis í Moldavíu. Hópurinn …

Stórsigur á bæjarhátíðinni – Afturelding á toppnum

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding er áfram á toppi 2. deildar karla í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Huginn frá Seyðisfirði á Varmávelli í dag. Vel var mætt á áhorfendapalla í dag en Mosfellsbær bauð bæjarbúum frítt á leikinn í tilefni af bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ sem fram fer um helgina. Heimamenn í Aftureldingu komust yfir eftir um hálftímaleik með marki frá Wentzel Steinarr …

Frítt á völlinn – Afturelding gegn Huginn á Varmárvelli

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding tekur á móti Huginn í 2. deild karla á Varmárvelli í dag (gervigras) kl. 14:00. Frítt verður á völlinn í boði Mosfellsbæjar í tilefni af bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ sem stendur um helgina í Mosfellsbæ. Afturelding er á toppi 2. deildar karla með 33 stig. Æsilegur endasprettur er framundan í 2. deild karla en mörg lið berast um að …