Júlíus Ármann Júlíusson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Aftureldingar. Júlíus hefur starfað hjá Aftureldingu frá því vorið 2015 og mun áfram starfa sem þjálfari meistaraflokks Aftureldingar/Fram auk þess að þjálfa 3. flokk félagsins í karlaflokki. Undir stjórn Júlíusar fagnaði Afturelding/Fram sigri í 2. deild kvenna árið 2017 og hafnaði liðið í 7. sæti á nýliðnu keppnistímabili …
Lokahóf Fotbolti.net
Knattspyrnudeild Aftureldingar uppskar heldur betur á lokahófi Fótbolta.net sem haldið var á föstudaginn. Stelpurnar okkar sem spiluðu í erfiðri Inkasso-deild í sumar áttu efnilegasta leikmann deildarinar, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. En einnig áttum var Janet Egyr valin í úrvalslið ársins. Þær Cecilía Rán, Inga Laufey, Eva Rut og Hafrún Rakel fengu allar atkvæði í úrvalsliðið. Aldeilis björt framtíð hjá okkar stelpum. …
Afturelding deildarmeistari! – Leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð
Afturelding hafði betur gegn Hetti frá Egilsstöðum í lokaumferð 2. deildar karla. Úrslitin urðu 1-3 fyrir Aftureldingu en leikið var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum. Með sigrinum tryggði Afturelding sér deildarmeistaratitilinn og leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn í Hetti en Daníel Steinar Kjartansson kom Hetti yfir á 21. mínútu leiksins. Það var allt …
Afturelding Íslandsmeistari í 3. flokki karla
Þriðji flokkur karla í knattspyrnu gerði sér lítið fyrir í dag og lagði FH í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í A-deild. Leiknum lyktaði með 3-2 sigri Aftureldingar í frábærum leik. Um 300 áhorfendur lögðu leið sína á Varmárvöll í dag til að fylgjast með frábærum leik. Mörk Aftureldingar gerðu þeir Ísak Pétur Bjarkason Clausen og Aron Daði Ásbjörnsson sem skoraði tvívegis …
Afturelding á toppnum fyrir lokaumferðina
Afturelding er á toppi 2. deildar karla þegar ein umferð er eftir. Afturelding vann góðan sigur í gær á Leikni frá Fáskrúðsfirði á Varmárvelli, 4-1 í fjörugum leik. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Varmárvöll en frítt var á völlinn í Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Andri Freyr Jónasson kom Aftureldingu yfir á 32. mínútu leiksins og var það staðan í hálfleik. Jökull …
Afturelding/Fram áfram í Inkasso-deildinni
Afturelding/Fram mun leika áfram í Inkasso-deild kvenna á næstu leiktíð eftir 5-1 sigur á Sindra frá Höfn í Hornafirði en lokaumferð deildarinnar var leikin í kvöld. Afturelding/Fram lýkur leik á þessu sumri í 7. sæti deildarinnar með 17 stig. Leikurinn í kvöld var fjörugur og komst Sindri yfir í leiknum um miðjan fyrri hálfleik. Afturelding/Fram náði að jafna leikinn með …
Opnað fyrir skráningu í knattspyrnudeild 15. september
Það styttist óðum í vetrartímabilið hjá knattspyrnudeild Aftureldingar og verður opnað fyrir skráningu þann 15. september næstkomandi. Flokkaskiptingar verða tilbúnar um miðjan næsta mánuð og verður tímataflan einnig kynnt í kjölfarið.
Cecilia og Hafrún valdar í U17-ára landsliðið
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem fer til Moldavíu og spilar í undankeppni EM 2019. Í riðlinum mæta þær Moldavíu, England og Aserbaídsjan. Afturelding á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Cecilia Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir. Afturelding óskar Ceciliu og Hafrúnu hjartanlega til hamingju með landsliðsætið og góðs gengis í Moldavíu. Hópurinn …
Stórsigur á bæjarhátíðinni – Afturelding á toppnum
Afturelding er áfram á toppi 2. deildar karla í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Huginn frá Seyðisfirði á Varmávelli í dag. Vel var mætt á áhorfendapalla í dag en Mosfellsbær bauð bæjarbúum frítt á leikinn í tilefni af bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ sem fram fer um helgina. Heimamenn í Aftureldingu komust yfir eftir um hálftímaleik með marki frá Wentzel Steinarr …
Frítt á völlinn – Afturelding gegn Huginn á Varmárvelli
Afturelding tekur á móti Huginn í 2. deild karla á Varmárvelli í dag (gervigras) kl. 14:00. Frítt verður á völlinn í boði Mosfellsbæjar í tilefni af bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ sem stendur um helgina í Mosfellsbæ. Afturelding er á toppi 2. deildar karla með 33 stig. Æsilegur endasprettur er framundan í 2. deild karla en mörg lið berast um að …