Afturelding á þrjá fulltrúa um næstu helgi í úrtaksæfingum U16 karla. Davíð Snorri Jónsson þjálfari U16 karla hefur valið Arnór Gauta Jónsson, Eyþór Aron Wöhler og Róbert Orra Þorkelsson á þessar æfingar sem fara fram bæði í Kórnum og í Egilshöll helgina 16.-18.febrúar næstkomandi. Knattspyrnudeild óskar þeim góðs gengis á æfingunum!
Dómaranámskeið á vegum KSÍ
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Aftureldingu í Varmárskóla stofu 116, þriðjuudaginn 13. febrúar kl. 20:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess verður einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og …
1,2 og elda
Knattspyrnudeild Aftureldingar er í samstarfi við Einn, tveir og elda. Nú geta mosfellingar stutt við bakið á sínum mönnum á einfaldan máta, Smelltu hér til að panta! Þegar þú pantar velur þú svo ‘sækja’ og velur Aftureldingu. Afgreiðsla fer fram í Vallarhúsinu að Varmá á mánudögum og þriðjudögum á milli kl 16 – 19 Athugið að panta þarf fyrir kl 11.59 á …
Aðalfundi knattspyrnudeildar frestað
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Aftureldingar, sem fara átti fram 31. janúar kl. 20:00, hefur verið frestað. Fundurinn mun þess í stað fara fram miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20:00 í Vallarhúsinu við Varmárvöll. Einstaklingar sem hafa áhuga á stjórnarsetu í stjórn knattspyrnudeildar eða ráðum er bent á að hafa samband með töluvpósti á fotbolti@afturelding.is Dagskrá:Hefðbundin aðalfundastörf Félagar eru hvattir til að mæta, sem …
Marsý Dröfn í Aftureldingu/FRAM – Cecilía og Hafrún semja
Miðjuleikmaðurinn Marsý Dröfn Jónsdóttir hefur gengið til liðs við Aftureldingu/Fram frá uppeldisfélagi sínu Fjölni. Marsý sem leikið hefur með 2.- Og 3.flokk kvenna hjá Fjölni og borið fyrirliðabandið í 3.flokki er fædd árið 2001. Marsý er gífurlega spennandi leikmaður sem hefur fallið vel inn í ungan hóp Aftureldingar/Fram og um leið passar Marsý vel inn í framtíðarplön félagsins. Þá samdi …
Formaður KSÍ í heimsókn hjá Aftureldingu
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusamband Íslands, kom í heimsókn til knattspyrnudeildar Aftureldingar sl. miðvikudag. Guðni fékk kynningu á starfi deildarinnar og leit við á æfingu hjá iðkendum félagsins. Meðal þeirra mála sem voru til umræðu á fundi knattspyrnudeildar og formanns KSÍ voru samningamál félaga gagnvart ungum og efnilegum leikmönnum, reglur varðandi úthlutun á styrkjum til aðildarfélaga KSÍ, aðstöðumál félagsins og fleiri …
Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar
Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar fer fram miðvikudaginn 31. janúar næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 20.00 í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá:Hefðbundin aðalfundastörf Félagar eru hvattir til að mæta, sem og allt áhugafólk um knattspyrnumál.
Kynningafundur um knatthús að Varmá
Mosfellsbær hefur samþykkt að ráðast í að reisa knatthús að Varmá. Knatthúsið verður staðsett þar sem eldri gervigravöllur er nú. Húsið mun verða um 3.850 fm að stærð og ljóst að þetta nýja hús verður mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu sem og fleiri íþróttir. Forsögu þessarar ákvörðunar má rekja til þess að á undanförnum þremur árum hefur iðkendum í …
Herra- og kvennakvöld UMFA
Í nóvember mun Afturelding standa fyrir tveimur stórum viðburðum. Herrakvöld Aftureldingar fer fram 10. nóvember í Harðarbóliog degi síðar eða 11. nóvember fer Kvennakvöld Aftureldingar fram á sama stað. Meistaraflokkar félagsins í blaki, handbolta og knattspyrnu standa sameiginlega að þessum tveimur viðburðum. „Þetta verður frábær helgi fyrir Mosfellinga og stuðningsmenn Aftureldingar,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar. „Við höfum horft með öfundaraugum á …
Ágúst Haraldsson ráðinn aðstoðarþjálfari Aftureldingar/Fram
Afturelding/Fram réð í gærkvöld Ágúst Haraldsson sem aðstoðarþjálfara félagsins. Ágúst Haraldsson er gríðarlega reynslumikill þjálfari en hann hefur þjálfað við yngri flokka í rúm 26ár. Ágúst er íþróttafræðingur að mennt, starfar sem slíkur og hefur lokið hæstu þjálfaragráðu KSÍ. Ágúst mun þá samhliða þjálfun meistaraflokks, þjálfa 2.flokk kvenna hjá félaginu en ákveðið var á dögunum að endurvekja 2.flokk …