Knattspyrnudeild Aftureldingar og knattspyrnudeild FRAM hafa gert með sér samkomulag um að senda sameiginlegt lið meistaraflokks kvenna til keppni á komandi keppnistímabili.Viðræður um málið hafa staðið yfir um skeið en þessi tvö félög hafa átt í farsælu samstarfi með yngri flokka kvenna á síðustu árum. Samningurinn er til þriggja ára, nær yfir næstu þrjú keppnistímabil í fótbolta þannig félögin eru að …
Knattspyrnudómara námskeið 24. janúar
Knattspyrnudeild Aftureldingar stendur fyrir dómaranámskeiði fyrir iðkendur og foreldra deildarinnar. Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 24. janúar í Varmárskóla yngri deild og stendur á milli kl. 20:00 – 22:00. Þetta er ein leið til þess að taka þátt í starfi barna sinna í knattspyrnu og mikilvægt að félagið haldi úti öflugum hópi dómara til að manna leiki félagsins. Hvetjum við foreldra til …
Nýtt umbunarkerfi fyrir dómara
Nýtt umbunarkerfi dómara hefur verið sett á laggirnar hjá knattspyrnudeildinni þar sem duglegum iðkendum í 2. og 3. flokki karla og kvenna er umbunað fyrir störf sín. Á hverju tímabili fara fram yfir 400 leikir á vegum deildarinnar og er dómgæslan að mestu leyti á herðum þessara iðkenda. Knattspyrnudeildin vildi sýna þeim þakklætisvott fyrir vel unnin störf og fékk nokkur …
Bjarki Steinn skrifar undir samning við Aftureldingu
Bjarki Steinn Bjarkason leikmaður 2.flokks karla hefur gert leikmannasamning við Aftureldingu. Þessi ungi og efnilegi leikmaður á leiki og fjölda æfinga með U17 ára landsliði Íslands og æfði og spilaði mikið með 2.flokki karla síðasta sumar þrátt fyrir að vera enn gjaldgengur í 3.flokk. Bjarki Steinn er 16 ára gamall og kom hann við sögu í sínum fyrsta meistaraflokks leik á …
Viktor Marel skrifar undir samning við Aftureldingu
Það er ánægjulegt að tilkynna að Viktor Marel Kjærnested hefur skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt. Viktor Marel sem er fæddur árið 2000 á að baki úrtaksæfingar með u16 og u17 ára landsliðinu og lék hann 15 leiki með 2.flokki karla í sumar þrátt fyrir að vera enn gjaldgengur í 3.flokk. Viktor skoraði 7 mörk í þessum leikjum og hefur hann …
Opnunartími Sportbúðar Errea
Sportbúð Errea: Opnunartími 1.-23. desember kl. 10-18 alla virka daga Laugardaginn 10. des. kl. 11-14 Laugardaginn 17. des. kl. 11-14
Sverrir kjörinn formaður knattspyrnudeildar
Á aðalfundi knattspyrnudeildar í síðustu viku var Sverrir Hermann Pálmarsson einróma kjörinn nýr formaður deildarinnar og hefur hann þegar tekið við völdum.
Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn 31.október.
Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn 31.október næstkomandi kl 19.30, í vallarhúsinu Varmá
Weetos mótið á Tungubökkum gekk vel
Um síðustu helgi fór fram samhliða bæjarhátiðinni í Túninu Heima hið árlega Tungubakkamót Knattspyrnudeildar
2-0 sigur á Fjölni í lokaleiknum
Afturelding vann góðan útisigur á Fjölni á Extravellinum í Grafarvogi á föstudagskvöld.










