Hafliði Sigurðarson til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Kant og miðjumaðurinn Hafliði Sigurðarson hefur gengið frá þriggja ára samningi við Aftureldingu. Halli hefur verið á láni hjá Aftureldingu frá Fylki undanfarin tvö tímabil en hann er nú kominn alfarið til félagsins. Halli skoraði sex mörk í ellefu leikjum þegar Afturelding vann 2. deildina í fyrra. Halli hefur í vetur verið í námi í Bandaríkjunum en hann er á …

Skúli Sigurz til Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Skúli Kristjánsson Sigurz hefur skrifað undir þriggja ára samning við Aftureldingu. Hinn tvítugi Skúli kemur til Aftureldingar frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki. Hann lék fimmtán leiki með Leikni R. í Inkasso-deildinni 2017 þegar hann var þar á láni. Skúli er kominn með leikheimild fyrir heimaleikinn gegn Leikni R. annað kvöld. Við bjóðum Skúla velkominn í Aftureldingu. Mynd: …

Árskortasala á heimaleiki knattspyrnudeildar Aftureldingar hafin

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur hafið sölu á árskortum á heimaleiki karla- og kvennaliðs Aftureldingar en bæði lið leika í Inkasso-deildinni í sumar. Kortin gilda á heimaleiki beggja liða og er það von félagsins að fjölmennt verði á heimaleiki félagsins í sumar. Sala á kortunum er hafin og má nálgast árskort á skrifstofu félagsins milli kl. 13-16 alla virka dag. Einnig verða …

Aukaaðalfundur knattspyrnudeildar 8. maí 2019

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Boðað er til aukaaðalfundar í knattspyrnudeild Aftureldingar þann 8. maí næstkomandi. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu að Varmá og hefst kl. 20.00. Fundurinn er framhald af aðalfundi deildarinnar sem fram fór 10. apríl sl. Dagskrá er eftirfarandi: Kosning formanns Kosning stjórnar Önnur mál Allt áhugafólk um knattspyrnu í Mosfellsbæ er hvatt til að fjölmenna til fundarins. Áfram Afturelding!

Happdrætti 4. flokks kvenna í knattspyrnu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Dregið hefur verið úr happdrætti 4. flokks kvenna í knattspyrnu. Happdrættið er ein af fjölmörgum fjáröflunum sem stelpurnar standa í þessa dagana, en þær eru á leið í æfingarferð til Salou á Spáni í júní. Stelpur þakka kærlega fyrir stuðninginn. Hér má finna vinningsnúmerinn.

Róbert Orri valinn í lokahóp U17

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið landsliðshópinn sem leikur í úrslitakeppni Evrópumótsins sem leikin verður á Írlandi í næsta mánuði. Afturelding á einn fulltrúa í hópnum en það er Róbert Orri Þorkelsson sem hefur verið fastamaður í liði U17 ára liðsins í undankeppninni fyrir lokakeppni EM. Róbert hefur verið hluti af meistaraflokki karla síðustu misseri og lék …

Vorhátíð knattspyrnudeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna, Óflokkað

Meistaraflokkar knattspyrnudeildar Afturelding byrja sumarið á vorhátíð í Vallarhúsinu. Miðvikudaginn þann 24. apríl frá kl 19.00-22.30 Dagskrá: Leikmannakynningar  Ávarp þjálfara Spjallað og spekúlerað Man. Utd – Man. City á skjáunum Við hvetjum allt knattspyrnuáhugafólk í Mosfellsbæ til að koma og fagna komandi sumri með okkur. Sjáumst spræk.

Afturelding áfram í Mjólkurbikarnum

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding er komið áfram í 32-liða úrslit í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu. Leikið var á Varmárvelli við ágætar aðstæður. Selfoss komst yfir gegn Aftureldingu eftir vítaspyrnu á 21. mínútu. Hrvoje Tokic hefur verið iðinn við kolann í vetur og skoraði af punktinum. Ragnar Már Lárusson skoraði næstu tvö mörk leiksins fyrir Aftureldingu sitt hvorum megin við hálfleikinn. Á 72. mínútu jafnaði …

Birgitta Sól semur við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Markvörðurinn Birgitta Sól Eggertsdóttir hefur skrifað undir samning til næstu þriggja ára við Aftureldingu. Birgitta Sól kom til liðsins á dögunum frá Breiðablik og hefur spilað leiki Aftureldingar í Lengjubikarnum í ár. Birgitta fagnaði á dögunum 21.árs afmæli sínu en hún hefur leikið 42 leiki í meistaraflokki fyrir venslalið Breiðabliks, Augnablik. Þá á Birgitta leik með u19 ára landsliði Íslands. …

Aðalfundur knattspyrnudeildar 10. apríl

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Aftureldingar fer fram miðvikudaginn 10. apríl. Fundurinn hefst kl. 20.00 og fer fram í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá fundarins: 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar ársins 2018 5. Kosning formanns 6. Kosning stjórnarmanna 7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar 8. Önnur mál Við hvetjum félagsmenn og allt áhugafólk um knattspyrnu í …