Þetta skemmtilega myndbrot er frá árinu 2011 þegar Liverpool skólinn var haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Rætt er við káta krakka um upplifunina sem var að þeirra sögn frábær. Í dag starfa og spila þessi kátu krakkar öll með Aftureldingu. Ingólfur er markmannsþjálfari hjá okkur, Tómas Helgi er leikmaður 3. flokks og Hafrún Rakel er leikmaður meistaraflokks, hún hefur einnig …
Sumartafla yngri flokkana
Við minnum foreldra á að hver flokkur er með Facebook síðu sem við hvetjum foreldra til að tengja sig við, þar koma fram allar upplýsingar og breytingar á æfingatímum.
Tveir leikmenn til liðs við Aftureldingu
Afturelding hefur samið við spænska miðjumanninn Esteve Monterde og brasilíska varnarmanninn Romario Leiria um að leika með liðinu í sumar. Esteve er 23 ára gamall en hann á meðal annars leiki að baki í næstefstu deild á Spáni með Córdoba. Romario er 26 ára en hann varð heimsmeistari með U20 ára landsliði Brasilíu á sínum tíma. Hann hefur á ferli …
Stelpurnar komnar í 16-liða úrslit í Mjólkurbikarnum
Meistaraflokkur kvenna tók á móti Grindavík í 32-liða úrslitum bikarsins á Varmárvelli í gær. Búist var við hörkuleik enda bæði lið í Inkasso deildinni. Sú varð raunin en eftir framlengdan leik urðu lokatölur 5-4 Aftureldingu í vil. Staðan 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Eydís Embla Lúðvíksdóttir er komin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám og skoraði 2 mörk í leiknum. …
Wentzel Steinarr í Hvíta Riddarann
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban, leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Aftureldingar og fyrirliði síðustu ára, hefur gengið til liðs við félaga okkar í Hvíta Riddaranum. Wentzel hefur skorað 65 mörk í 249 deildar og bikarleikjum með Aftureldingu frá árinu 2007. Síðasta mark hans kom í 3-1 sigrinum á Hetti þar sem sigurinn í 2. deildinni var tryggður síðastliðið haust. Hinn þrítugi Wentzel …
Hafliði Sigurðarson til liðs við Aftureldingu
Kant og miðjumaðurinn Hafliði Sigurðarson hefur gengið frá þriggja ára samningi við Aftureldingu. Halli hefur verið á láni hjá Aftureldingu frá Fylki undanfarin tvö tímabil en hann er nú kominn alfarið til félagsins. Halli skoraði sex mörk í ellefu leikjum þegar Afturelding vann 2. deildina í fyrra. Halli hefur í vetur verið í námi í Bandaríkjunum en hann er á …
Skúli Sigurz til Aftureldingar
Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Skúli Kristjánsson Sigurz hefur skrifað undir þriggja ára samning við Aftureldingu. Hinn tvítugi Skúli kemur til Aftureldingar frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki. Hann lék fimmtán leiki með Leikni R. í Inkasso-deildinni 2017 þegar hann var þar á láni. Skúli er kominn með leikheimild fyrir heimaleikinn gegn Leikni R. annað kvöld. Við bjóðum Skúla velkominn í Aftureldingu. Mynd: …
Árskortasala á heimaleiki knattspyrnudeildar Aftureldingar hafin
Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur hafið sölu á árskortum á heimaleiki karla- og kvennaliðs Aftureldingar en bæði lið leika í Inkasso-deildinni í sumar. Kortin gilda á heimaleiki beggja liða og er það von félagsins að fjölmennt verði á heimaleiki félagsins í sumar. Sala á kortunum er hafin og má nálgast árskort á skrifstofu félagsins milli kl. 13-16 alla virka dag. Einnig verða …
Aukaaðalfundur knattspyrnudeildar 8. maí 2019
Boðað er til aukaaðalfundar í knattspyrnudeild Aftureldingar þann 8. maí næstkomandi. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu að Varmá og hefst kl. 20.00. Fundurinn er framhald af aðalfundi deildarinnar sem fram fór 10. apríl sl. Dagskrá er eftirfarandi: Kosning formanns Kosning stjórnar Önnur mál Allt áhugafólk um knattspyrnu í Mosfellsbæ er hvatt til að fjölmenna til fundarins. Áfram Afturelding!
Happdrætti 4. flokks kvenna í knattspyrnu
Dregið hefur verið úr happdrætti 4. flokks kvenna í knattspyrnu. Happdrættið er ein af fjölmörgum fjáröflunum sem stelpurnar standa í þessa dagana, en þær eru á leið í æfingarferð til Salou á Spáni í júní. Stelpur þakka kærlega fyrir stuðninginn. Hér má finna vinningsnúmerinn.