Afturelding er áfram í toppsæti Grill 66 deildar kvenna í handbolta eftir sannfærandi 36:22-útisigur á Fjölni á föstudagskvöld. ÍR er enn aðeins einu stigi á eftir, en ÍR hafði betur gegn Stjörnunni U, 31:24.
Afturelding var með 18:12-forskot á Fjölni eftir fyrri hálfleikinn og hélt áfram að bæta í, eftir því sem leið á leikinn. Hin japanska Kiyo Inage var markahæst hjá Aftureldingu með níu mörk, Jónína Líf Ólafsdóttir gerði átta og Þóra María Sigurjónsdóttir skoraði sjö. Ólöf Ásta Arnþórsdóttir skoraði átta fyrir Fjölni.
Næsti leikur Aftureldingar fer fram á föstudag þegar Afturelding mætir Stjarnan U að Varmá. Það verður jafnframt síðasti heimaleikur liðsins á leiktíðinni og því tilvalið að fjölmenna og styðja við stelpurnar okkar sem eru að leika frábærlega um þessar mundir.