Kvennalið Aftureldingar í handknattleik tryggði sér á föstudagskvöld sæti í efstu deild á næsta tímabili, þrátt fyrir að enn sé ein umferð eftir í 1. deild, Grill 66-deildinni.
Það var ljóst fyrir umferð kvöldsins að ef Afturelding myndi vinna sinn leik en ÍR tapa, þá væru Mosfellingar með efsta sætið tryggt. Það fór svo þar sem Afturelding vann Gróttu og ÍR tapaði fyrir FH.
Afturelding var fimm mörkum yfir á Seltjarnarnesi í hálfleik, 15:9, og vann svo öruggan sjö marka sigur 29:22. Kiyo Inage var markahæst með níu mörk hjá Mosfellingum en Tinna Valgerður Gísladóttir skoraði tíu fyrir Gróttu.
Sannarlega frábært afrek hjá okkar konum sem hafa leikið frábærlega í vetur. Lokaleikurinn í Grill66-deildinni fer fram næstkomandi föstudagskvöld þegar Afturelding heimsækir FH í Kaplakrika. Í lok leiks mun liðið taka á móti deildartitltinum.
🏆Grill66
Næsta mál #olisdeildin pic.twitter.com/QfX58cM0Qi— Afturelding (@umfafturelding) March 29, 2019