Fyrsti sigurinn í höfn í N1 deild hjá mfl karla.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Leikurinn var fjörugur og mjög sveiflukenndur, en okkar menn voru með yfirhöndina mest allan leikinn og var sigurinn verðskuldaður.
Staðan í hálfleik var 9-13 fyrir Aftureldingu og um tíma í síðari hálfleik var úrlit fyrir að gestirnir myndu lenda öruggum sigri en Gróttumenn minnkuðu muninn í lokin, en sigur hafðist og það er það sem málið snýst um. 
Það var mikil barátta í leikmönnum Aftureldingar og allt annað að sjá leik liðsins en í leiknum á móti HK.
Bestu menn Aftureldingar voru Hafþór í markinu sem varði 18 skot þar af 3 víti, en auk þess spiluðu Sverrir og Jón Andri vel og segja má að flestir hafi skilað sínu ágætlega í leiknum.
Mörk Aftureldingar: Sverrir Hermannsson 7, Hilmar Stefánsson 6/2, Jón Andri Helgason 5, Daníel Jónsson 4, Þrándur Gíslason 2, Helgi Héðinsson 1, Einar Héðinsson 1.
Þetta var síðasti leikir liðsins undir stjórn Gunnars Andréssonar þjálfara og Afturelding þakkar honum kærlega fyrir mjög gott samstarf og óskar honum góðs gengis í leik og starfi í framtíðinni.
Næsti leikur er á fimmtudag 21. okt, heimaleikur á móti Haukum og verður það fyrsti leikur Reynis Þórs Reynissonar sem þjálfara Aftureldingar.
Við hvetjum alla til að mæta á fimmtudag og hvetja okkar menn til sigurs.
ÁFRAM AFTURELDING
Myndin er birt með leyfi frá SPORT.IS