Öruggur sigur á Víking

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Strákarnir okkur unnu þægilegan sigur á Víking í gærkvöldi en leikurinn fór fram í víkingsheimilinu í Fossvoginum.
Leikurinn fór hægt af stað og kom fyrsta markið á 6 mín, strákarnir okkar náðu tveggja marka forystu, 2-4 og eftir það var leikurinn aldrei í hættu. Staðan í hálfleik var 4 – 12, þá fengu ungir og efnilegir strákar að spreyta sig, þeir Sölvi Ólafsson markvörður, Elvar Magnússon, Bjarki Lárusson og Elías Baldursson og niðurstaðan 10 marka sigur 14 – 24.
Strákarnir eru því í toppi 1.deildar með fullt hús stiga.
Örn Ingi Bjarkason var markahæstur með 7 mörk, Árni Bragi Eyjólfsson og Jóhann Jóhannsson 5 mörk
Ágúst Birgisson 3, Böðvar Páll Ásgeirsson 3, Elvar Magnússon 1.
Innilega til hamingju með sigurinn.

Áfram Afturelding.