Íslandsmeistarar í karate

Karatedeild Aftureldingar Karate

Þórður Jökull Henrysson og Oddný Þórarinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í kata en mótið var haldið sunnudaginn 4. október 2020.

Þórður vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fullorðinsflokki og vann m.a. margfaldan Íslandsmeistarann Elías Snorrason úr Karatefélagi Reykjavíkur í undanúrslitum og í úrslitaviðureigninni vann hann landsliðsmanninn efnilega Tómas Pálmar Tómasson úr Breiðabliki.

Oddný kom sá og sigraði í unglingaflokki 16-17 ára og vann nokkuð örugglega. Hún keppti einnig í fullorðinsflokki og laut hún lægra haldi í undanúrslitum fyrir landsliðskonunni Freyju Stígsdóttur, en þær voru jafnar að stigum en Freyju dæmdur sigurinn vegna stigadreifingar. Freyja vann svo Íslandsmeistaratitilinn nokkuð örugglega á móti Maríu Helgu Guðmundsdóttur margföldum Íslandsmeistara. Frábær árangur hjá Oddnýju sem var að keppa í fyrsta sinn í fullorðinsflokki, en hún er aðeins 16 ára.

Þrátt fyrir að vera aðeins með tvo keppendur í þrem greinum lenti lið Aftureldingar í 3. sæti félaga yfir árangur á mótinu!

Úrslit mótsins má nálgast hér.

Þórður íslandsmeistari

Oddný 3. sæti kata kvenna

Oddný Íslandsmeistari

Nýkrýndir íslandsmeistarar í kata fullorðinna, Þórður og Freyja