Covid19 hertar aðgerðir í íþróttastarfi – Uppfærð frétt

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

7. okt. 2020 – Uppfært. 

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi í dag, 7. október.
Um íþróttastarfsemi segir:

Heimilt:

  1. Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og tómstundir barna sem eru fædd 2005 og síðar er  heimil.
  2. Íþróttir utandyra: Íþróttir utandyra eru öllum heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum.

ATH.  Allar æfingar barna fædd 2005 og síðar hefjast því að fullum krafti í dag og allar útiæfingar halda sér!!!

Eina undantekningin sem á eingöngu við í dag 7. október er að sundæfingar falla niður

Óheimilt:

  1. Almenningur og 2004 og eldri – Íþrótt­ir og lík­ams­rækt inn­an­dyra óheim­il: Lík­ams­rækt, íþrótt­astarf og sam­bæri­leg starf­semi sem krefst snert­ing­ar eða hætta er á snert­ingu á milli fólks eða mik­illi ná­lægð, eða þar sem notk­un á sam­eig­in­leg­um búnaði get­ur haft smit­hættu í för með sér er óheim­il inn­an­dyra.
  2. Keppnisviðburðir: Keppnisviðburðir barna sem fædd eru 2005 og síðar þar sem hætta er á blönd­un hópa um­fram hefðbundn­ar æf­ing­ar eru óheim­il­ir.

Þrátt fyrir þessar gleðifréttir, þá hefur þetta mikil áhrif á ungmenninn okkar. Mikill fjöldi iðkenda okkar falla í þann hóp að mega ekki æfa og þurfa því með aðstoð okkar með að æfa heima fyrir. Við hvetjum foreldra og iðkendur til að fylgjast vel með facebook síðum og sem og koma sér inn í Sideline til þess að nálgast æfingar frá þjálfurum.

Muna að spritta sig og þvo hendur, nota grímur þegar við á og að foreldrum og forráðamönnum er óheimilt að koma inn í íþróttamannvirkin.

Sideline upplýsingar : https://afturelding.is/oflokkad/upplysingar-til-forradamanna-vegna-xps-network-sideline/

 


6. okt 2020 Nýjustu tilmæli frá Almannavörnum beinast meðal annars að íþróttastarfi barna og unglinga. Ungmennafélagið Afturelding vinnur eftir þeim aðgerðum sem Almannavarnir setja fyrir. Í ljósi nýjustu tilmæla og óvissuástands hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður íþróttastarf á vegum Aftureldingar í dag.
Ath. það veðrur tekið á móti þeim börnum sem mæta á æfingar fyrir kl 16.00 og fá ekki skilaboðin í tæka tíð.

Við uppfærum þessa frétt eftir fund Almannavarna kl 15.00 í dag.

Við hvetjum forráðamenn og iðkendur til þess að fylgjast með á Sideline og facebook síðum deildanna.