Allt íþróttastarf Aftureldingar lagt af til og með 19. október nk.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Allt íþróttastarf Aftureldingar fellur niður frá og með deginum í dag 8. október til og með 19. október nk.

Í ljósi nýrra tíðinda frá stjórnvöldum sem bárust okkur nú í dag verður allt íþróttastarf sett í hlé til og með 19. október nk.

Hlé verður gert á allri starfsemi frá deginum í dag og því verða engar æfingar á vegum félagsins síðar í dag né næstu daga.

Á þetta við um allt starf félagsins innandyra og utandyra í öllum aldursflokkum.

ATH!!  Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að sækja þau börn í frístundasel skólanna á þeim tíma sem æfingar ættu að hefjast.

Skrifstofa félagsins verður áfram starfandi og geta félagsmenn og foreldrar/forráðamenn haft samband í síma eða tölvupósti eins og vanalega.

Við bendum iðkendum og forráðamönnum á að fylgjast vel með Sideline þar sem þjálfarar reyna að koma inn æfingum á meðan æfingar falla niður.

Áfram Afturelding!!