karate

ÍSLANDSMEISTARI FJÓRÐA ÁRIÐ Í RÖÐ

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata fór fram sunnudaginn 19. mars 2023.

Íslandsmeistari fjórða árið í röð

Þórður Jökull Henrysson vann kata karla nokkuð örugglega og er því Íslandsmeistari 🏆🥇 Þetta er sjötti Íslandsmeistaratitillinn hans frá því hann hóf keppni.

Er þetta sennilega í fyrsta sinn sem sami einstaklingur í vinnur titilinn fjögur ár í röð í kata karla samkvæmt skrá Karatesambands Íslands. Frábær árangur hjá Þórði, sem er að jafna sig eftir erfið meiðsli og hefur verið frá æfingum og keppni síðustu tvo mánuði.

Íslandsmeistaramótið var vel sótt og var óvenju fjölmennt í karlaflokki, alls 20 keppendur. Keppt var í þrem umferðum og var Þórður hæst dæmdur í öllum umferðunum. Í úrslitum vann hann landsliðsmanninn Tómas Pálmar Tómasson úr Breiðablik með 2,4 stiga mun. Úrslit mótsins má finna hér.

Dómarar frá Aftureldingu á mótinu voru Anna Olsen og Gunnar Haraldsson.

Umfjöllun um mótið má finna á fréttavef RUV hér.

karate

Willem, Þórður og Anna

karate karate