Þórður í 9. sæti á Evrópumóti U21

Karatedeild Aftureldingar Karate

Sex íslenskir keppendur tóku þátt í Evrópumóti U21 í Tampere í Finnlandi dagana 20. – 22. ágúst sl. og átti Afturelding 2 keppendur þar, þau Þórð og Oddnýju. Þau kepptu bæði í kata.

Bestum árangri náði Þórður  sem keppti í kata U21

Þórður að lokinni keppni

Þórður varð í öðru sæti í sínum riðli í fyrstu umferð en af 35 keppendum komust 16 áfram. Þórður keppti með kata Nipaipo í 1. umferð með miklum styrk og öryggi. Í 2. umferð keppti hann með kata Anan og munaði aðeins 0,16 stigum að hann kæmist áfram í 8 manna úrslit, og því varð 9. sætið hans. Þetta er frábær árangur hjá þessum unga og efnilega íþróttamanni að skipa sér í topp 10 með keppendum frá löndum sem eiga margfalda heims- og evrópumeistara svo sem Spáni, Tyrklandi, Ítalíu og Frakklandi. Þetta er næst besti árangur sem Íslendingur hefur náð á þessu móti í kata, og besti árangur í þessum aldursflokki.

Oddný keppti í kata junior. Hún náði sér ekki á strik að þessu sinni og komst ekki upp úr fyrstu umferð. Hún keppti með kata Heiku sem var mjög vel framkvæmd en dugði ekki til.

Landslið Íslands með þjálfurum